Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

25. fundur 04. október 2019 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Einar Engilbert Jóhannesson
  • Guðjón Jónasson
  • Atli Viðar Halldórsson
Starfsmenn
  • Guðný Elíasdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðný Elíasdóttir Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Framkvæmdaráætlun 2019-2022

1811031

Staða á framkvæmdaáætlun 2019:
1. Hitaveita Heiðarskólasvæðis.
2. Hitaveita í Hvalfjarðarsveit.
3. Endurnýjun kaldavatnsveitu á Heiðarskólasvæðinu.
1. Minnisblað frá lögfræðing Hvalfjarðasveitar lagt fyrir nefndina varðandi Hitaveitu Heiðarskóla.

2. Nefndin hefur áhuga á að kanna fimm leiðir sem gætu nýst íbúum á köldum svæðum í að fá heitt vatn.
Það eru leið:
a. Gerð verði gróf kostnaðaráætlun á að leiða heitt vatn Hitaveitufélags Hvalfjarðar frá Tungu að Bjarkarási. Á grundvellir þeirra skýrslna sem áður hafa verið unnar.
b. Breytt nýting á heitu vatni Hitaveitu Heiðarskóla.
c. Samtal við Veitur hvort fyrirtækið hafi bolmagn og vilja til að leiða hitaveituna sína inn í Leirásveit.
d. Borað verður fyrir heitu vatni á Eyri-Kambshól.
e. Að farið verði í að varmadælavæða köldu svæðin í sveitarfélaginu.

3. Undir málsnúmeri 1909007 Kaldavatnsveita Heiðarskólasvæðis, verið er að vinna í málinu.

2.Viðhaldsáætlun - 2019

1809035

Yfirferð á viðhaldsáætlun umsjónarmanns fasteigna.
Umsjónarmaður fasteigna fór yfir stöðu viðhaldsáætlunar og verkstaða lögð fram til kynningar. Vinna við viðhaldsáætlun fyrir næstu ár er að hefjast.

3.Sala á heitu vatni Heiðarskólasvæði

1910006

Hvalfjarðarsveit hefur selt heitt vatn til eigenda Skólastígs 1, 1a, 1b og 3 og hefur verið greitt fast gjald. Búið er að setja upp rennslismæla sem hægt væri að nýta í að reikna út raunverulega notkun á vatni þessara fasteigna.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin verði endurskoðuð.

4.Íþróttahús - Hönnunarkynning

1910007

Verkís hefur boðist til að koma og halda kynningu á hönnun íþróttamannvirkja. Mun kynningin vera Hvalfjarðarsveit að kostnaðarlausu.
Byggingarfulltrúi er falið að hafa samband við Verkís verkfræðistofu og ákveða fundartíma.

Fundi slitið.

Efni síðunnar