Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

8. fundur 11. maí 2016 kl. 16:30 - 18:30

Ása Hólmarsdóttir, Stefán G. Ármannsson og Sæmundur Víglundsson.

1.      Umræða um hitaveitu.

Rætt um stöðu hitaveitumála í kjölfar hitastigulsborana sem fram fóru í desember sl. og niðurstaðna Hauks Jóhannessonar, jarðfræðings. Veitunefnd samþykkir að fela Kalman ehf. að afla upplýsinga um fjölda mögulegra kaupenda að heitu vatni á veitusvæðum við Eyri og Gröf.

Fram lögð til kynningar kostnaðaráætlun vegna  borunar 600 og 800 metra virkjunarhola.

 

2.      Ljósleiðari

Veitunefnd felur formanni og sveitarstjóra að kanna atriði er tengjast erindi BM-Vallár og Gámaþjónustu Akraness um að tengjast ljósleiðara Hvalfjarðarsveitar, meta hvaða kostir eru í boði og svara erindinu.

Veitunefnd felur formanni og sveitarstjóra að kanna atriði er tengjast munnlegu erindi íbúa um að fá aðra tengingu ljósleiðara á heimili sitt, meta hvaða kostir eru í boði og svara erindinu.

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18:00

Efni síðunnar