Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

82. fundur 03. júní 2025 kl. 15:30 - 17:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Helgi Pétur Ottesen varaformaður
  • Róbert Eyvar Ólafsson aðalmaður
  • Einar Engilbert Jóhannesson 1. varamaður
  • Arnar Þór Erlingsson Varamaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá
Formaður bauð fundarfólk velkomið.

Formaður óskar eftir, með vísan til c.liðar 16 gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta við með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá:

Mál nr.2505013-Hringvöllur-keppnisvöllur hrossa norðan við Melahverfi. Málið verður nr.7 á dagskránni, verði það samþykkt.
Samþykkt 5:0


Ómar Örn Kristófersson boðar forföll.
Salvör Lilja Brandsdóttir boðar forföll.

1.Íþróttahús - Heiðarborg

2001042

Opnun tilboða í verkið Heiðarborg - íþróttahús, 2. áfangi: frágangur innanhúss, lagnir, raflagnir, innréttingar ásamt frágangi lóðar.
Framlögð er fundargerð opnun tilboða í 2. áfanga byggingu íþróttahússins við Heiðarborg.

Eftirfarandi tilboð barst:
K16 ehf


kr. 633.420.000 - 108,4%
Kostnaðaráætlun verkkaupa
kr. 584.140.783 - 100,0%

Tilboðið hefur verið yfirfarið og leggur Mannvirkja- og framkvæmdanefnd til við sveitastjórn að gengið verði til samnings við K16 ehf að undangengnum biðtíma og háð staðfestingu á hæfi bjóðanda í samræmi við kröfur útboðs og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamning.

2.Íþróttahús - Heiðarborg

2001042

Verkstaða framkvæmda.
Verkstaða framkvæmda kynnt.

3.Melahverfi III - Gatnaframkvæmd

2409030

Opnun tilboða í gatnaframkvæmd.
Tilboð hafa verið opnuð í verkið Melahverfi III - gatnaframkvæmd.

Eftirfarandi tilboð bárust:

Fagurverk ehf
kr. 299.295.100,-131,8%
Borgarverk ehf


kr. 242.034.845,-106,6%
Þróttur ehf


kr. 274.649.070,-121,0%
Kostnaðaráætlun verkkaupa
kr. 226.920.100,-100%

Tilboðin hafa verið yfirfarin og leggur Mannvirkja- og framkvæmdanefnd að gengið verði til samnings við Borgarverk ehf að undangengnum biðtíma og háð staðfestingu á hæfi bjóðanda í samræmi við kröfur útboðs og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamning.

Verðkönnun var gerð í verkeftirlit Melahverfis III, leitað var til tveggja verkfræðistofa eftir verðfyrirspurn.

COWI kr. 8.860.000,-
Verkís kr. 6.536.040,-

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að gengið verði til samnings við Verkís og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamning.

4.Reglur um lóðaúthlutun í Hvalfjarðarsveit

2505032

Reglur um lóðaúthlutun í Hvalfjarðarsveit.
Í samræmi við umræður á fundinum er verkefnastjóra framkvæmda og eigna falið að vinna málið áfram í samráði við Umhverfis- og skipulagsdeild.

5.Gjaldskrárbreyting - Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Hvalfjarðarsveit

2302017

Endurskoðun á gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Hvalfjarðarsveit.
Í samræmi við umræður á fundinum er verkefnastjóra framkvæmda og eigna falið að vinna málið áfram í samráði við Umhverfis- og skipulagsdeild.

6.Erindi frá Magnúsi Rúnari Magnússyni

2505031

Framlagt er erindi frá Magnúsi Rúnari Magnússyni um leigu á sumarbeit.
Verkefnastjóra framkvæmda og eigna falið að ræða við bréfritara.

7.Hringvöllur-keppnisvöllur hrossa norðan við Melahverfi.

2505013

Framlagt erindi frá íbúum Stóra-Lambhaga 1a og Eiðisvatni 1.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að heimila bréfritara að fara í viðgerðir og endurbætur á gamla keppnisvellinum fyrir norðan Melahverfi.

8.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2025-2028

2409031

Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fer yfir verkstöðu framkvæmda.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar