Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

65. fundur 07. nóvember 2023 kl. 15:30 - 16:35 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Róbert Eyvar Ólafsson aðalmaður
  • Salvör Lilja Brandsdóttir aðalmaður
  • Einar Engilbert Jóhannesson 1. varamaður
  • Marteinn Njálsson 2. varamaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá
Helga Harðardóttir boðar forföll.

Ómar Kristófersson boðar forföll.

1.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.

2001042

Framlögð eru drög að útboðslýsingu byggingu íþróttahúss við Heiðarborg.
Staða verkefnisins kynnt, verið er að vinna að útboðs- og verklýsingum fyrir væntanlegt útboð á íþróttahúsinu.

2.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2024-2027

2309051

Yfirferð á forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða viðhalds- og framkvæmdaáætlun fyrir árin 2024 - 2027 miðað við þær forsendur sem liggja fyrir.

3.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2023-2026

2209041

Yfirferð á stöðu viðhalds- og framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2023.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir viðhalds- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2023.

4.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu

2001040

Undirbúningsvinna vegna göngu- og reiðhjólastíga í Hvalfjarðarsveit.
Umræður um göngu- og reiðhjólastíga í sveitarfélaginu, skoðuð verði tillaga frá ungmennaráði Hvalfjarðarsveitar á lagningu göngu- og reiðhjólastígs frá Stóra-Lambhaga inn í Melahverfi með tilliti til greiðari aðgengis að strætóskýli og að leiksvæði í Melahverfi ásamt því að gera íbúum í Melahverfi kleift að fara á milli staða. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd stefnir að því að leggja fram áætlun og staðsetningu verkefna næstu ára.

5.Vatnsveita - styrktarsjóður.

2208031

Umsókn um styrk vegna endurbóta á vatnslögn.
Umsókn Ásu Hólmarsdóttur um styrk til endurbóta á kaldavatnslögn fyrir Eiðisvatn 1 og Litla Lambhagalands hefur verið móttekin og yfirfarin vegna framkvæmdarinnar af verkefnastjóra framkvæmda og eigna.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi umsókn.

Fundi slitið - kl. 16:35.

Efni síðunnar