Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

59. fundur 13. apríl 2023 kl. 15:30 - 17:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Ómar Örn Kristófersson ritari
  • Salvör Lilja Brandsdóttir aðalmaður
  • Einar Engilbert Jóhannesson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá
Róbert Eyvar Ólafsson boðar forföll.

Formaður Mannvirkja og framkvæmdanefndar óskar eftir, með vísan til c. liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta við með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá.
Mál nr. 2009013 - Hitaveita. Málið verður nr. 6 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 5:0

1.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.

2001042

Staða verkefnisins kynnt.
Formaður Mannvirkja- og framkvæmdanefndar fór yfir stöðu útboðsins.

2.Melahverfi - Opin svæði

2001041

Staða verkefnisins kynnt.
Samkv. verkáætlun verktaka er áætlað að verkinu verði lokið 20. maí n.k.

3.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu

2001040

Mannvit hefur lokið við hönnunar- og útboðsgögn fyrir göngustíg á milli Innrimels og Hagamels og gangbrauta- götu- og umferðamerkinga í Melahverfinu.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlögð hönnunargögn frá Mannvit og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að bjóða út verkið.

4.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu

2001040

Viðgerð á stíflu við Eiðisvatn.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði í úrbætur víð frárennsli Eiðisvatns sem fyrst á grundvelli fyrirliggjandi verðáætlunar Þróttar ehf.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd felur formanni nefndarinnar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna að óska eftir viðræðum við reiðveganefnd Dreyra vegna reiðvegar á Innnesvegi að Miðgarði.

5.Gámasvæði Melahverfi.

2111014

Tillaga að útfærslu á grenndarstöð á gámaplaninu í Melahverfi.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að plan við grendarstöð í Melahverfi verði malbikað í heild sinni með tilliti til betri aðkomu, þrifnaðar og ásýndar svæðisins.

6.Hitaveita

2009013

Farið yfir verkstöðu framkvæmda hitaveitunnar og ákvörðun um næstu skref framkvæmda hitaveitulagnar að Vestri Leirárgörðum.
Í samræmi við umræður fundarins eru formanni nefndarinnar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna falið að vinna málið áfram.

7.Vatnsveita - styrktarsjóður.

2208031

Umsókn um styrk vegna framkvæmda og endurbóta á neysluvatnslögn.
Umsókn Ásu Hólmarsdóttur um styrk til endurbóta á kaldavatnslögn fyrir Eiðisvatn 1 og Litla Lambhagalands. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd hefur farið yfir innsend gögn vegna framkvæmdarinnar. Samkv. 4.gr. í reglum um styrktarsjóð vegna endurbóta á vatnsveitum tengdum íbúðarhúsum er tekið fram að Verkefnastjóri framkvæmda og eigna gerir tillögu til Mannvirkja- og framkvæmdanefndar um vilyrði fyrir úthlutun úr sjóðnum að verki loknu. Styrkur er ekki greiddur nema slík staðfesting liggi fyrir.

8.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2023-2026

2209041

Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fer yfir verkstöðu framkvæmda.

Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fer yfir verkstöðu framkvæmda.

9.Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

2002048

Á 372. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem haldinn var 22.3.2023 var tekið fyrir erindisbréf stýrihóps fyrir verkefnið.
Eftirfarandi bókun var gerð:

"Sveitarstjórn samþykkir framlagt erindisbréf fyrir stýrihóp verkefnisins Barnvænt sveitarfélag.
Hlutverk stýrihóps er :
Samrýma og stýra innleiðingu Banasáttmála Sameinuðu þjóðanna innan Hvalfjarðarsveitar.
Hafa umsjón með stöðumati á réttindum og velferð barna innan sveitarfélagsins.
Meta þörf fyrir fræðslu um réttindi barna innan sveitarfélagsins.
Gera aðgerðaráætlun sem byggir á stöðumatinu.
Fylgja eftir framkvæmd aðgerðaáætlunar.
Miðla upplýsingum um verkefnið og kynna aðgerðaáætlun á barnvænan hátt, hafa samskipti við UNICEF og Mennta- og barnamálaráðuneytið, ásamt skýrslugjöf."

Með erindinu fylgdu einnig kynningargögn vegna kynningarfundar um innleiðingu á verkefninu sem haldinn var á vegum Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar