Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

52. fundur 06. september 2022 kl. 15:30 - 16:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Ómar Örn Kristófersson ritari
  • Róbert Eyvar Ólafsson aðalmaður
  • Einar Engilbert Jóhannesson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
  • Arnar Skjaldarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá
Salvör Lilja Brandsdóttir boðar forföll, Einar Engilbert Jóhannnesson 1. varamaður situr fundinn.
Ómar Örn Kristófersson sat fundinn á Teams.

1.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.

2001042

Farið yfir stöðu verkefnisins og kostnaðaráætlun hönnuða lögð fram.
Kostnaðaráætlun hönnuða lögð fram til kynningar fyrir sveitastjórn.

2.Erindi vegna Heiðarveitu.

2208041

Erindi frá Marteini Njálssyni og Dóru Líndal Hjartardóttur.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd vill árétta að fyrra erindi var á grundvelli lögfræðiálits, svari Vegagerðarinnar og samtali við landeiganda Eystri Leirárgarða, svarað á þá leið að ekki væri unnt að leggja þá leið sem landeigendur Vestri-Leirárgarða lögðu til. Því var hins vegar ekki hafnað að unnt væri að tengjast á öðrum stað við lögnina.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir umsókn Marteins Njálssonar og Dóru Líndal Hjartardóttur um tengingu tveggja húseigna þeirra á Vestri Leirárgörðum, fastanúmer 2105794 og 2227269 til þess að tengjast Heiðarveitu.
Leita skal samráðs við landeigendur um hagstæðustu legu lagnarinnar. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að formaður Mannvirkja- og framkvæmdanefndar og Verkefnastjóri framkvæmda og eigna verði falið að vinna málið áfram.

3.Vatnsveita - styrktarsjóður.

2208031

Umsókn um styrk vegna endurbóta á vatnsveitu.

Mannvirkja og framkvæmdanefnd samþykkir styrkbeiðnina með fyrirvara um að umbeðin gögn berist.

4.Siðareglur kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar.

1409019

Siðareglur kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar.
Siðareglur lagðar fram og undirritaðar af aðalmönnum Mannvirkja- og framkvæmdanefndar.

5.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2022.

2201033

Viðhalds- og framkvæmdaáætlun kynnt.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir stöðu viðhalds og framkvæmdaráætlunnar 2022.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Efni síðunnar