Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

45. fundur 09. desember 2021 kl. 16:00 - 18:25 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Einar Engilbert Jóhannesson aðalmaður
 • Guðjón Jónasson formaður
 • Marteinn Njálsson aðalmaður
 • Helga Harðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
 • Arnar Skjaldarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá
Helgi Magnússon boðar forföll.

Formaður óskar eftir með vísan til c. liðar 16.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá.

Mál nr. 2103093 - Krossland. Málið verður nr.5 á dagskrá verði það samþykkt.

Samþykkt einróma.
Linda B Pálsdóttir, Ása Líndal Hinnriksdóttir og Elín Ósk Gunnarsdóttir sátu fundinn undir þessum lið. Björgvin Helgason og Sigríður Lára Guðmundsdóttir komu inn á fundinn á Teams undir þessum lið.

1.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.

2001042

Gunnar Bogason og Össur Imsland frá Ask arkitektum koma inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams og fara yfir drög af nýrri útfærslu hönnunar íþróttahússins við Heiðarborg.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja frumhönnun Ask arkitekta og haldið verði áfram með hönnunarvinnu Íþróttahússins.
Gunnar Borgarsson og Össur Imsland og aðrir gestir viku af fundi eftir þennan lið fundarins.

2.Viðhaldsáætlun - 2021-2023

2010046

Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fer yfir stöðu viðhaldsáætlunar 2021
Lagt fram til kynningar.

3.Framkvæmdaáætlun 2021-2024

2012046

Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fer yfir stöðu framkvæmdaáætlunnar 2021.
Lagt fram til kynningar.

4.Framkvæmdaáætlun 2022-2025

2110014

Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fer yfir framkvæmdaáætlun 2022.
Framkvæmdaáætlun kynnt.

5.Krossland

2103093

Tillaga um 30km hámarkshraða í Krosslandi.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja 30km hámarkshraða ökutækja í Krosslandi.

6.Fyrirspurnir vegna framkvæmda Heiðarveitu, Heiðarskóla ofl.

2112011

Fyrirspurn frá Marteini Njálssyni.
Spurningar frá Marteini Njálssyni:
1. Hvernig er staðan á framkvæmd við göngustíginn frá Melahverfi niður að Eiðisvatni ?
2. Er búið að fjárfesta í lagnaefni og því sem til þarf svo hægt sé að hefja framkvæmdir ?
3. Er búið að skrifa undir alla samninga við landeigendur vegna lagningu veitunnar ?
4. Er búið að skrifa undir samning við verktakann ?
5. Hvenær hefjast verklegar framkvæmdir við veituna ?
6. Hvenær eru áætluð verklok Heiðarveitu ?
7. Er búið að ráða verktaka fyrir mygluverkefnið Heiðarskóla ?
8. Hvenær hefjast framkvæmdir við mygluverkefnið Heiðarskóla ?

Svör við fyrirspurn Marteins Njálssonar:
1. Verkið er í gangi núna og áætluð verklok eru 21. desember.
2. Tilboðið í efnið liggur fyrir hjá seljanda og verður sótt á næstu dögum.
3. Já allir samningar undirritaðir.
4. Nei undirskrift er ekki lokið en væntanlega verður undirskrift samnings á næstu dögum.
5. Í desember samkv. svari frá verkefnastjóra Heiðarveitu.
6. Í byrjun maí samkv. svari frá verkefnastjóra Heiðarveitu.
7. Já, S/F smiðir Akranesi.
8. Verkefnið hófst í viku 49 og verktakinn byrjaði í viku 50.

7.Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar - Úttekt á starfsemi.

2111040

Úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á starfsemi Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar (SAH).
Lagt fram til kynningar.

8.Gjaldskrárbreyting - Skipulags- og byggingarfulltrúi

2112013

Umboð til að fara í gagngerðar breytingar á gjaldskrá Skipulags- og byggingarfulltrúa - í ljósi breytinga á reglugerð.

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna breytingatillögu að nýrri gjaldskrá fyrir byggingarleyfis- og þjónustugjöld skipulags- og byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.

9.Melahverfi - Lyngmelur - Úthlutun lóða

2112014

Auglýsing og úthlutun nýstofnaðra lóða við Lyngmel í Melahvefi.

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa lóðir við Lyngmel lausar til úthlutunar, í samræmi við reglur um lóðaúthlutun í Hvalfjarðarsveit.

10.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 52

2112004F

Afgreiðslur byggingarfulltrúa
Lagt fram til kynningar
 • 10.1 2010021 Móhóll 7 - Frístundahús og geymsla - Mhl.01+02
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 52 Samrýmist skipulagi og er samþykkt. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 10.2 2007008 Neðstiás 5 - Sumarhús
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 52 Samrýmsit skipulagi og er samþykkt. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 10.3 2002008 Lækjarkinn 17 - Frístundahús
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 52 Samþykkt er að veita stöðuleyfi samkvæmt byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 10.4 2102055 Narfasel, framleiðslu og geymsluhús
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 52 Samrýmist skipulagi og er samþykkt Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 10.5 2110022 Ás - Umsókn um stöðuleyfi
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 52 Samþykkt er að veita stöðuleyfi samkvæmt byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 10.6 2110018 Kalastaðir L133190
  Stofnun lóðar, Birkihlíð 19
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 52 Samrýmist skipulagi og er samþykkt Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 10.7 2005042 Sólheimar 6 - Frístundahús
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 52 Samrýmist skipulagi og er samþykkt Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • 10.8 2111019 Háimelur 4 - Lóðaumsókn
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 52 Lóðarumsækjandinn Nýsmíði ehf, kt. 440820-0180, hefur fengið úthlutað lóðinni Háimelur 4. Bókun fundar Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:25.

Efni síðunnar