Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

43. fundur 03. nóvember 2021 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Einar Engilbert Jóhannesson aðalmaður
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Marteinn Njálsson aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Róbert Eyvar Ólafsson varamaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá
Helga Harðardóttir boðaði forföll.

1.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.

2001042

Ask arkitektar kynna tillögur sínar vegna hönnunar íþróttahússins.
Gunnar Borgarsson frá Ask arkitektum kemur inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað Teams.

Gunnar Borgarsson kynnti tillögur sínar fyrir nefndarmönnum og gestum.

Undir þessum dagskrárlið sátu einnig Ása Líndal Hinriksdóttir, frístunda- og menningarfulltrúi, Eyrún Jóna Reynisdóttir, leikskólastjóri, Dagný Hauksdóttir, formaður fræðslunefndar og Sigríður Lára Guðmundsdóttir, skólastjóri.

Gunnar Borgarsson og gestir viku af fundi eftir þennan lið.

2.Framkvæmdaáætlun 2022-2025

2110014

Framkvæmdaáætlun 2022-2025 lögð fram til kynningar.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu á framkvæmdaáætlun 2022-2025.

3.Viðhaldsáætlun 2022-2025

2110013

Viðhaldsáætlun 2022-2025 lögð fram til kynningar.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu viðhaldsáætlunar 2022-2025 til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar