Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

38. fundur 08. júlí 2021 kl. 16:00 - 17:20 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Einar Engilbert Jóhannesson aðalmaður
 • Guðjón Jónasson formaður
 • Marteinn Njálsson aðalmaður
 • Helga Harðardóttir aðalmaður
 • Helgi Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
 • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
 • Arnar Skjaldarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá

1.Hitaveita

2009013

Sæmundur Víglundsson frá TSV. sf kemur inn á fundinn og kynnir stöðu verksins.
Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að TSV sf. og Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að vinna áfram með málið og framkvæma verðkönnun á jarðvinnu fyrir verkið.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, Marteinn Njálsson situr hjá.

2.Heiðarskóli - Þak

2008023

Verkís hefur lokið vinnu við úttekt á þaki Heiðarskóla og skilað inn tillögum um úrbætur, gerð hefur verið verklýsing, magnskrá, kostnaðaráætlun og teikningar að nýrri þakuppbyggingu sem miðast við endurbætur á millibyggingu Heiðarskóla.
Í ljósi niðurstöðu Verkís á úttekt á þaki Heiðarskóla þá leggur Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd til við sveitarstjórn að Verkís verði falið að framkvæma raka- og loftgæðamælingar á húsnæði Heiðarskóla í sumar og viðgerð og endurbætur á þaki verði vísað til næstu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022, verkið verði boðið út í janúar 2022 og framkvæmdir hefjist í lok skólaárs 2022. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að leita tilboða og vinna áfram með verkið.

3.Lyngmelur - Gatnaframkvæmd

2101014

Mannvit hefur lokið við hönnun á gatnagerð og lögnum Lyngmels í samráði við Eflu, Mílu og Rarik og lagt fram teikningar, verklýsingu og tilboðsskrá, tilbúið til útboðs á verkinu.
Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela Verkefnastjóra framkvæmda og eigna að koma verkinu í útboðsferli.

4.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.

2001042

Unnið hefur verið að útboðs- og samningsskilmálum er varðar fyrirhugaða byggingu á nýju íþróttahúsi við Heiðarborg, gögnin miðast við að fjórum Arkitektastofum verði boðið að gera tilboð í hönnun á nýju íþróttahúsi.
Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að leita eftir tilboðum á hönnun íþróttahúss hjá fjórum Arkitektastofum samkv. útboðs- og samningsskilmálum sem unnið hefur verið að.

5.Brekkuhvammur-stofnun lóðar úr landi Leirár.

2106068

Erindi frá Elmari Snorrasyni og Önnu Rósu Guðmundsdóttur er varðar heitt og kalt vatn vegna stofnun lóðar úr jörðinni Leirá vestan við Heiðarskóla.
Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við Sveitarstjórn að Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að vinna málið áfram með Skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.

6.Melahverfi - Opin svæði

2001041

Verkís hefur lokið vinnu við hönnun á opnu svæði í Melahverfi og hefur skilað inn teikningum og kostnaðaráætlun fyrir verkið.
Hönnunargögn lögð fram til kynningar.

7.Hitaveita í Hvalfjarðarsveit

2001038

Fyrirspurn til Veitna ohf um frekari möguleika á hitaveituvæðingu í Hvalfjarðarsveit, sunnan Akrafjalls.
Niðurstaða Veitna kynnt.

8.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 50

2107002F

 • 8.1 2103083 Birkihlíð 26 - Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 50 Gjöld:
  Afgreiðslugjald kr. 12.600,-
  Byggingarleyfisgjald 84,6 m², kr. 33.840,-
  Yfirferð uppdrátta kr. 19.400,-
  Úttektargjald 2 skipti kr. 25.200,-
  Mæling fyrir húsi á lóð kr. 75.800,-
  Aukamæling fyrir húsi á lóð kr. 0,-
  Lokaúttekt kr. 17.500,-
  Heildargjöld samtals kr. 184.340,-

  Samrýmist skipulagi og er samþykkt
 • 8.2 1809010 Eyrarskógur 78 - Sumarhús og gestahús
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 50 Gjöld:
  Afgreiðslugjald kr. 12.600,-
  Byggingarleyfisgjald 76,4 m², kr. 30.560,-
  Yfirferð uppdrátta kr. 19.400,-
  Úttektargjald 2 skipti kr. 25.200,-
  Mæling fyrir húsi á lóð kr. 75.800,-
  Aukamæling fyrir húsi á lóð kr. 0,-
  Lokaúttekt kr. 17.500,-
  Heildargjöld samtals kr. 181.060,-

  Samrýmist skipulagi og er samþykkt
 • 8.3 2101098 Stóri-Botn - Furugerði 1 - Frístundahús - L231369
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 50 Samrýmist skipulagi og er samþykkt
 • 8.4 2105024 Háimelur 1 - Raðhús - gatnagerðargjöld
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 50 Samkvæmt gildandi reglum sveitarfélagsins um lóðarúthlutanir þarf umsækjandi greiða gatnagerðargjöld skv. gjaldskrá sveitarfélagsins til þess að úthlutun öðlist gildi.
  Í samþykktri gjaldskrá sveitarfélagsins fyrir gatnagerðargjöldum segir í 6. gr. lið 6.1 að greiða skuli 50% gatnagerðargjalds innan eins mánaðar frá lóðarveitingu og eftirstöðvar við veitingu byggingarleyfis.

  Nýtingarhlutfall lóðar er 0,40 og leyfilegt byggingarmagn er 680 m²
  Hlutfallsprósenta er 9,35
  Byggingarvísistala í maí 2021 er kr. 240.323,-
  Fermetraverð er kr. 22.470,-

  100% gatnagerðargjald fyrir lóðina er kr. 15.279.600,- og greiðist helmingur af því.


  Gjöld:

  Gatnagerðargjöld, fyrri greiðsla kr. 7.639.800,-
 • 8.5 2105026 Háimelur 3-5 - Parhús - gatnagerðargjöld
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 50 Samkvæmt gildandi reglum sveitarfélagsins um lóðarúthlutanir þarf umsækjandi greiða gatnagerðargjöld skv. gjaldskrá sveitarfélagsins til þess að úthlutun öðlist gildi.
  Í samþykktri gjaldskrá sveitarfélagsins fyrir gatnagerðargjöldum segir í 6. gr. lið 6.1 að greiða skuli 50% gatnagerðargjalds innan eins mánaðar frá lóðarveitingu og eftirstöðvar við veitingu byggingarleyfis.


  Nýtingarhlutfall lóðar er 0,30 og leyfilegt byggingarmagn er 150 m²
  Hlutfallsprósenta er 9,35
  Byggingarvísistala í maí 2021 er kr. 240.323,-
  Fermetraverð er kr. 22.470,-

  100% gatnagerðargjald fyrir lóðina er kr. 3.370.500,- og greiðist helmingur af því.

  Nýtingarhlutfall lóðar er 0,31 og leyfilegt byggingarmagn er 150 m²
  Hlutfallsprósenta er 9,35
  Byggingarvísistala í maí 2021 er kr. 240.323,-
  Fermetraverð er kr. 22.470,-

  100% gatnagerðargjald fyrir lóðina er kr. 3.370.500,- og greiðist helmingur af því.
 • 8.6 2105028 Háimelur 7-9 - Parhús - gatnagerðargjöld
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 50 Samkvæmt gildandi reglum sveitarfélagsins um lóðarúthlutanir þarf umsækjandi greiða gatnagerðargjöld skv. gjaldskrá sveitarfélagsins til þess að úthlutun öðlist gildi.
  Í samþykktri gjaldskrá sveitarfélagsins fyrir gatnagerðargjöldum segir í 6. gr. lið 6.1 að greiða skuli 50% gatnagerðargjalds innan eins mánaðar frá lóðarveitingu og eftirstöðvar við veitingu byggingarleyfis.

  Nýtingarhlutfall lóðar er 0,31 og leyfilegt byggingarmagn er 160 m²
  Hlutfallsprósenta er 9,35
  Byggingarvísistala í maí 2021 er kr. 240.323,-
  Fermetraverð er kr. 22.470,-

  100% gatnagerðargjald fyrir lóðina er kr. 3.595.200,- og greiðist helmingur af því.

  Nýtingarhlutfall lóðar er 0,32 og leyfilegt byggingarmagn er 160 m²
  Hlutfallsprósenta er 9,35
  Byggingarvísistala í maí 2021 er kr. 240.323,-
  Fermetraverð er kr. 22.470,-

  100% gatnagerðargjald fyrir lóðina er kr. 3.595.200,- og greiðist helmingur af því.
 • 8.7 2105029 Háimelur 11-13 - Parhús - gatnagerðargjöld
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 50 Samkvæmt gildandi reglum sveitarfélagsins um lóðarúthlutanir þarf umsækjandi greiða gatnagerðargjöld skv. gjaldskrá sveitarfélagsins til þess að úthlutun öðlist gildi.
  Í samþykktri gjaldskrá sveitarfélagsins fyrir gatnagerðargjöldum segir í 6. gr. lið 6.1 að greiða skuli 50% gatnagerðargjalds innan eins mánaðar frá lóðarveitingu og eftirstöðvar við veitingu byggingarleyfis.


  Nýtingarhlutfall lóðar nr. 11, er 0,32 og leyfilegt byggingarmagn er 160 m²
  Hlutfallsprósenta er 9,35
  Byggingarvísistala í maí 2021 er kr. 240.323,-
  Fermetraverð er kr. 22.470,-

  100% gatnagerðargjald fyrir lóðina er kr. 3.595.200,- og greiðist helmingur af því.


  Nýtingarhlutfall lóðar nr. 13, er 0,23 og leyfilegt byggingarmagn er 160 m²
  Hlutfallsprósenta er 9,35
  Byggingarvísistala í maí 2021 er kr. 240.323,-
  Fermetraverð er kr. 22.470,-

  100% gatnagerðargjald fyrir lóðina er kr. 3.595.200,- og greiðist helmingur af því.
 • 8.8 2009001 Móar L207358 - Smáhýsi - Mhl.04+05+06+07+08+09
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 50 Samrýmist skipulagi og er samþykkt
 • 8.9 2106004 Bjarkarás 6 - Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 50 Samrýmist skipulagi og er samþykkt
 • 8.10 2106055 Kjarrás 9a - umsókn um stöðuleyfi
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 50 Samþykkt er að veita stöðuleyfi í eitt ár í senn samkvæmt byggingarreglugerð 112/2012, með síðari breytingum.
 • 8.11 2106007 Kalastaðir L133190 - Stofnun lóðar - Birkihlíð 5
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 50 lóðin Birkihlíð 5 - L231907 hefur verið stofnuð.
 • 8.12 2106008 Kalastaðir L133190 - Stofnun lóðar - Birkihlíð 7
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 50 Lóðin Birkihlíð 7 - L231908, hefur verið stofnuð.
 • 8.13 2106009 Kalastaðir L133190 - Stofnun lóðar - Birkihlíð 9
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 50 Lóðin Birkihlíð 9 - L231909, hefur verið stofnuð.
 • 8.14 2106010 Kalastaðir L133190 - Stofnun lóðar - Birkihlíð 11
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 50 Lóðin Birkihlíð 11 - L231910, hefur verið stofnuð.
 • 8.15 2106011 Kalastaðir L133190 - Stofnun lóðar - Birkihlíð 16
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 50 Lóðin Birkihlíð 16 - L231911, hefur verið stofnuð.
 • 8.16 2105047 Kalastaðir L133190 - Stofnun lóðar - Birkihlíð 17
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 50 Lóðin Birkihlíð 17 - L231906, hefur verið stofnuð.
 • 8.17 2104044 Kalastaðir L133190 - Stofnun lóðar - Birkihlíð 35
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 50 Lóðin Birkihlíð 35 - L231611 hefur verið stofnuð
 • 8.18 2104036 Kalastaðir L133190 - Stofnun lóðar - Birkihlíð 36
  Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 50 Lóðin Birkihlíð 36 - L231610 hefur verið stofnuð

Fundi slitið - kl. 17:20.

Efni síðunnar