Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

35. fundur 31. mars 2021 kl. 15:00 - 16:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Einar Engilbert Jóhannesson aðalmaður
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Marteinn Njálsson aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Brynja Þorbjörnsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
  • Arnar Skjaldarson embættismaður
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá
Helgi Magnússon boðaði forföll.

Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, sat fundinn undir dagskrárliðum 1-3.

1.Breytingar á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554-2013 með síðari breytingum.

2005007

Á 326. fundi sveitarstjórnar voru samþykktar breytingar á samþykktum sveitarfélagsins. Fjölgað hefur verið í Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd úr þremur fulltrúum í fimm.
Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd fór yfir erindisbréfið.
Nefndin samþykkir að fastir fundartímar verði 3. miðvikudagur í hverjum mánuði kl 16.00

2.Hitaveita

2009013

Á 325. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar var samþykkt að fela sveitarstjóra, oddvita, formanni Mannvirkja- og framkvæmdanefndar og Verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga til viðræðna við Veitur ohf annarsvegar og hins vegar Hitaveitufélag Hvalfjarðar sf um möguleg kjör við kaup á heitu vatni úr stofnæðum félaganna. Fundir hafa verið haldnir með þessum aðilum og kjör við hugsanleg kaup liggja fyrir. Einnig liggur fyrir samanburðargreining hagkvæmni þess að tengja Heiðarskólasvæðið við Veitur ohf við Beitistaði eða Hitaveitufélag Hvalfjarðar sf við Tungu frá BMJ Consultancy.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að heitt vatn til frekari vatnsöflunar fyrir Heiðarskólasvæðið verði tekið úr lögn Veitna ohf við Beitistaði.
Ráðgjafi verði fenginn til þess að hanna stofn- og dreifikerfi veitunnar sem og útbúa gögn til þess að bjóða verkið út.
Samþykkir þessari tillögu 4.
Á móti Marteinn Njálsson


Hvalfjarðarsveit 31.mars 2021

Í ljósi þeirra fosenda sem getið er í samanburðargreingu um hagkvæmni þess að tengja nýja hitaveitu við Heiðarskóla vil ég gera athugasemd.

Hvalfjarðarðsveit hefur keypt heitt vatn af Hitaveitu Hvalfjarðar fyrir sundlaugina að Hlöðum á þeim kjörum sem eigendur hitaveitunnar njóta. Sú upphæð kemur hvergi fram í þessum samanburði sem okkur er ætlað að vinna með.

Það sjá það allir að það munar miklu á milli þess sem hér er verið að tala um.
Í þessari greiningu kemur fram að Hitaveitufélag Hvalfjarðar sé að bjóða Hvalfjarðarsveit heitt vatn samkvæmt taxta kr. 188m3 án skatta og afsláttar. Sú upphæð sem Hvalfjarðarsveit er að greiða í dag er um það bil kr. 32 m3 án skatta. Þarna munar miklu.

Það þarf ekki að taka það fram að Hvalfjarðarsveit á yfir 50% eignarhlut í Hitaveitu Hvalfjarðar á móti öðrum hluthöfum og ætti að njóta sömu kjara og aðrir eigendur.
Svo hægt sé að bera saman þá tvo kosti sem hér eru ræddir þurfa gefnar forsendur að vera réttar.

Marteinn Njálsson

3.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.

2001042

Á 326. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar var samþykkt að fara í forhönnun á íþróttahúsi við Heiðarskóla og felur sveitarstjórn Mannvirkja- og framkvæmdanefnd að vinna málið áfram með Verkefnastjóra framkvæmda og eigna.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að fela Verkefnistjóra framkvæmda og eigna ásamt Byggingarfulltrúa og formanni nefndarinnar að útbúa gögn til lokaðs útboðs á ráðgjöf og Arkitektahönnun á íþróttahúsi við Heiðarskóla. Einnig sé þessum aðilum falið að bjóða verkið út í lokuðu útboði.

4.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu

2001040

Hvalfjarðarsveit hefur óskað eftir tilboðum í hönnunar- og útboðsgögn vegna göngustígs frá Melahverfi að Eiðisvatni.
Tilboð barst frá Verkís
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að gangast við tilboði Verkís og fela Verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá verksamningi.

5.Heiðarskóli útivistarsvæði

2103130

Erindi frá skólastjóra Heiðarskóla varðandi útivistarsvæðið við Heiðarskóla.
Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd felur Verkefnastjóra framkvæmda og eigna að vinna áfram með málið.

6.Fannahlíð.

2103129

Hvalfjarðarsveit skoðar mögulega sölu á félagsheimilinu Fannahlíð ásamt því landi sem þvi tilheyrir.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að félagsheimilið Fannahlíð ásamt því landi sem tilheyrir verði verðmetið og í framhaldi boðið til sölu.

7.Tölvukerfi Hvalfjarðarsveitar

2103131

Tölvuþjónustan ehf sem er þjónustuaðili tölvukerfa Hvalfjarðarsveitar bendir á að komin sé tími á endurnýjun á þráðlausum netbúnaði í stofnunum Hvalfjarðarsveitar.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði eftir tilmælum Tölvuþjónustunnar ehf og farið verði í endurnýjun á búnaðinum á árinu 2021.

8.Öryggiskerfi - Verkefnastjóri framkvæmda og eigna

2005025

Sveitarstjórn samþykkti tillögu Mannvirkja- og framkvæmdanefndar á sveitarstjórnafundi þann 09/03/21 að verkefnið verði sett á fjárhagsáætlun ársins 2021
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd óskar eftir því við sveitarstjórn að málið verði tekið upp að nýju og farið verði í endurnýjun og viðbætur á öryggismyndavélum á árinu 2021.

9.Viðhaldsáætlun - 2021-2023

2010046

Viðhaldsáætlun kynnt.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir stöðu viðhaldsáætlunar 2021 og verkstaða lögð fram til kynningar.

10.Melahverfi - Háimelur - Úthlutun lóða

1704040

Breyting á deiliskipulagi Melahverfis verður auglýst í B-deild Stjórnartíðinda strax eftir páska. Að auglýsingu lokinni er unnt að auglýsa lóðir til úthlutunar.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa í fyrstu aðeins lóðir sem eftir eru við Háamel.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Efni síðunnar