Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

28. fundur 28. febrúar 2020 kl. 08:00 - 10:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Einar Engilbert Jóhannesson aðalmaður
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Atli Viðar Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðný Elíasdóttir embættismaður
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðný Elíasdóttir Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Háimelur - Frágangur á götu

2001036

Byggingarfulltrúi hafði samband við Verkís varðandi kostnað við uppfærslu á útboðsgögnum svo hægt sé að fara af stað með útboð á frágangi götunnar Háimelur.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tilboð frá Verkís í vinnu við uppfærslu á gögnum. Einnig að fela byggingarfulltrúa og umsjónarmann fasteigna að klára alla vinnu varðandi frágang á götunni Háimelur og bjóða verkið út.

2.Íþróttahús - Forvinna

2001042

Hefja þarf undirbúningsvinnu á nýju íþróttahúsi við Heiðarborg.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela byggingarfulltrúa að hefja forvinnu á þarfargreiningu vegna byggingu íþróttahúss. Nefndin mun kalla til þá aðila sem hún telur að þurfi til þessa verkefnis á undirbúningstímanum. Byggingarfulltrúa er falið að leita upplýsinga um hönnuði sem unnið hafa að sambærilegum verkefnum í öðrum sveitarfélögum.

3.Hlíðarbær - Götulýsing og göngustígur

2001039

Gerð hefur verið gróf kostnaðaráætlun fyrir uppsetningu á ljósastaurum frá Hlíðarbæ að Hvalfjarðarvegi ásamt göngustíg.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafin verði undirbúningur á verkefninu. Nefndin felur byggingarfulltrúa og formanni nefndarinnar að ræða við Vegagerðina varðandi þátttöku á kostnaði við gerð göngu- og hjólreiðastígs og niðursetningu á ljósastaurum. Einnig samþykkir nefndin að byggingarfulltrúi og umsjónarmaður fasteigna kostnaðarskipti verki á árin 2020 og 2021 því fyrirséð er að ekki er áætlað nægt fé til framkvæmdarinnar á árinu 2020.

4.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu

2001040

Í framkvæmdaráætlun 2020 og 2021 var samþykkt að fara í framkvæmdir á göngu- og reiðhjólastígum.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að byrjað verði að tengja þéttbýliskjarnann Melahverfi við skógræktarsvæðið í Fannahlíð. Nefndin felur byggingarfulltrúa og formanni nefndarinnar að hefja samræður við Vegagerðina varðandi undirgögn undir Þjóðveg 1.

5.Melahverfi - Opin svæði

2001041

Í framkvæmdaáætlun 2020-2021 var samþykkt að fara í framkvæmdir á opnum svæði í Melahverfi.
Verkefnið er í unnið í samvinnu við USN-nefndina. Verið er að hanna tvær útfærslur af opnum svæðum í Melahverfi og eiga þær að vera tilbúnar 01.mars. Stefnt er að því að kynna íbúum Hvalfjarðarsveitar tillögurnar þegar þær liggja fyrir.

6.Hlíðarbær 3 3a 5 5a - Sala á sökklum

1902044

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að taka af sölu lóðirnar Hlíðarbæ 1, 1a, 3, 3a, 5 og 5a. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að gengið verði frá svæðinu þannig að ekki skapist hætta af því og felur byggingarfulltrúa að leggja fram tillögur í þeim efnum ásamt kostnaðarmati og leggja fyrir næsta fund Mannvirkja- og framkvæmdanefndar.
Búið er að yfirfara möguleikana á frágangi á svæðinu og eru þeir að fjarlægja sökkla eða hylja þá. Búið er að fá verð í að fjarlægja sökklanna og vinnu við förgun. Það er dýrari kostur að hylja þá með jarðvegi. Einnig er það verra fyrir umhverfið. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að sett verði fjármagn í niðurrif á sökklum á fjárhagsáætlun 2021.

7.Melahverfi 2 L133639 - Fyrirspurn um beitiland

1909020

Fyrirspurn um beitiland í nágrenni Melahverfis fyrir sumarið 2020.
Mannvirkja- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja í landi Melahverfi 2, L133639 útleigu á beitarlandi. Byggingarfulltrúa og nefndarmönnum er falið að útbúa viðmiðunarreglur, verðskrá og tillögu að svæði sem fyrirhugað er að leigja.

8.Götulýsing í Hvalfjarðarsveit - Rarik

1904040

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra og byggingarfulltrúa að ganga til viðræðna við Rarik vegna beiðnar þeirra um að sveitarfélagið taki yfir götulýsingu í Hvalfjarðarsveit.
Sveitarstjóri og byggingarfulltrúi hafa átt viðræður við Rarik. Byggingarfulltrúa og umsjónarmanni fasteigna er falið að vinna málið áfram með Rarik.

9.Hitaveita Heiðarskóla - Gjaldskrá

2001016

Gjaldskrá á sölu á heitu vatni.
Á fundi sveitarstjórnar nr. 299 sem haldinn var 13.01.2020 var samþykkt eftirfarandi tillaga:
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa minnisblaðinu til skoðunar hjá mannvirkja- og framkvæmdanefnd.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að byggingarfulltrúi og formaður nefndarinnar vinni nýja gjaldskrár fyrir sölu á heitu vatni.

10.Nemendaráð Heiðarskóla fundagerðir

2001002

Fundargerð Ungmennaráðs nr. 5 framlögð.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd lýsir ánægju sinni með störf ungmennaráðs. Nefndin felur byggingafulltrúa og umsjónamanni fasteigna að vinna málið með skólastjóra Heiðarskóla.

11.Viðhaldsáætlun - 2020-2023

1911005

Viðhaldsáætlun kynnt.
Umsjónarmaður fasteigna fór yfir stöðu framkvæmda og fjárhagsstöðu á viðhaldsáætlun.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Efni síðunnar