Fara í efni

Landbúnaðarnefnd 2009-2021

2. fundur 03. september 2009 kl. 11:00 - 13:00

Baldvin Björnsson, Daníel Ottesen Friðjón Guðmundsson

1: Göngur og réttir í Hvalfjarðarsveit.

Fyrstu leitir eru dagana 11,12,13,sept og seinni leitir 26 og 27 sept.

Leitarsvæði Núparéttar: Leitarstjórar: Baldvin Björnsson og Magnús Hannesson.

Réttarstjóri: Baldvin Björnsson. Marklýsingarmenn: Helgi Bergþórsson og

Sigurður Valgeirsson. Skilamenn í útréttir:Baldvin Björnsson og Hannes

Magnússon.

Leitarsvæði Svarthamarsréttar: Leitarstjóri: Guðmundur Sigurjónsson.Réttarstjóri:

Sigurjón Guðmundsson. Marklýsingarmenn og umsjónarmenn með ómerkingum:

Guðmundur Friðjónsson og Brynjólfur Ottesen. Skilamenn í útréttir: Stefán

Ármannsson og Sigurgeir Þórðarson.

Leitarsvæði Reynisréttar: Leitarstjóri: Benedikt Steinar Benónýson. Réttarstjóri:

Ólafur Sigurgeirsson.Marklýsingarmaður: Sigurður Hjálmarsson.

Formanni er falið að ganga frá leitarseðlum til sveitastjórnar.

2. Formaður greindi frá því að Reynisrétt þarfnaðist smávegis viðhalds, lagt til að það verði framkvæmt fyrir fyrstu rétt.

Svarthamarsrétt: Nefndin leggur til að skipt verði um jarðveg í almenningnum kostnaðaráætlun er 80,000Þ kr og verður það framkvæmt fyrir réttir.

3. Erindi frá réttarstjórum Núparéttar og Svarthamarsréttar varðandi kaffiveitingar og salernisaðstöðu við réttirnar. Nefndin leggur til við sveitastjórn að veitt verði 70,000kr í Núparétt og 150,000kr í Svarthamarsrétt og réttarstjórum verði falið að sjá um framkvæmdina.

 

Fundi slitið kl 13,00

Efni síðunnar