Fara í efni

Fræðslunefnd

14. fundur 21. nóvember 2019 kl. 16:15 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Dagný Hauksdóttir formaður
  • Bára Tómasdóttir varaformaður
  • Brynjólfur Sæmundsson ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Andrea Ýr Arnardóttir áheyrnafulltrúi
  • Jónella Sigurjónsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigurbjörg Friðriksdóttir embættismaður
  • Agnieszka Aurelia Korpak áheyrnafulltrúi
  • Berglind Sigurðardóttir áheyrnafulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Formaður óskar eftir að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá.
Mál nr. 1911032- Eftirlitsskýrsla frá HeV fyrir leikskólann Skýjaborg. Málið verður nr. 2 á dagskrá verður það samþykkt.
Samþykkt einróma.

Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir boðaði forföll og Sigurbjörg Friðriksdóttir kom í hennar stað.

1.Skólastefna - endurskoðun.

1706003

Skólastefna - Endurskoðuð
Fræðslunefnd leggur til að myndaður verður stýrihópur hagsmunaaðila til að endurskoða skólastefnu Hvalfjarðasveitar. Stýrihópurinn tekur til starfa í janúar 2020.

2.Eftirlitsskýrsla frá HEV fyrir leikskólann Skýjaborg

1911032

Fara yfir skýrsluna.
Fræðslunefndin mælir með að í samræmi við eftirlitsskýrslu frá HeV að rólur verði lagfærðar eins og þurfa þykir (nýr burðararmur, dekk, o.fl.) nú þegar og því er óskað eftir aukafjárveitingu á árinu 2019 til Skýjaborgar þar sem ekki er til nægjanlegt fjármagn til verksins samanber fjárhagsramma leikskólans árið 2019.

3.Handbók um skjalavörslu fyrir Heiðarskóla

1911026

Kynning á handbók um skjalavörslu.
Lagt fram til kynningar.

4.Umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál.

1910068

Umsögn.
Lagt fram til kynningar.

5.Markmið og viðmið um starf frístundaheimila

1911028

Gæði frístundastarfs.
Lagt fram til kynningar.

6.Þing um málefni barna í nóvember 2019

1901267

Kynning á barnaþingi.
Lagt fram til kynningar.

7.Trúnaðarmál

1911029

Mál til kynningar.
Ritað í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar