Fara í efni

Fræðslunefnd

56. fundur 14. mars 2024 kl. 16:30 - 17:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Inga María Sigurðardóttir formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir varaformaður
  • Berglind Ósk Jóhannesdóttir ritari
  • Helgi Halldórsson aðalmaður
  • Þórdís Þórisdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigurbjörg Friðriksdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sólrún Jörgensdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigurbjörg Anna Þorleifsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Fanney Rún Ágústsdóttir áheyrnafulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Formaður óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá:

Mál nr. 2402038- Erindi frá Skýjaborg - aukin stuðningsþörf. Málið verður nr.4 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 4:0.

1.Skóladagatal-Skýjaborg 2024-2025

2402035

Leikskóladagatal - Skýjaborg 2024-2025.
Fræðslunefnd samþykkir framlagt skóladagatal Skýjaborgar fyrir skólaárið 2024-2025.

2.Skóladagatal- Heiðarskóli 2024-2025

2402034

Skóladagatal - Heiðarskóli 2024-2025.
Fræðslunefnd samþykkir framlagt skóladagatal Heiðarskóla fyrir skólaárið 2024-2025.

3.Kennslustundaúthlutun - ósk um tímaúthlutun 2024-2025 í Heiðarskóla

2403021

Ósk um tímaúthlutun fyrir skólaárið 2024-2025.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja kennslustundaúthlutun Heiðarskóla fyrir skólaárið 2024-2025.

4.Erindi frá Skýjaborg - aukin stuðningsþörf

2402038

Erindi frá Skýjaborg.



Sveitarstjórn vísar erindi Skýjaborg til fullnaðarafgreiðslu í fræðslunefnd.
Fræðslunefnd samþykkir erindið um aukna stuðningsþörf, sjá erindi frá 16.2.2024. Aukningin nemur 1 stöðugildi til ársloka 2024 ásamt 85% stöðugildi fram að sumarlokun, til og með 5. júlí 2024.

Stuðningsþörfin rúmast ekki innan fjárheimilda ársins og því leggur fræðslunefnd til við sveitarstjórn að gerður verði viðauki vegna deildar 04012 undir laun og launatengd gjöld kr. 7.638.081.- til að mæta auknum útgjöldum.

5.SumarGaman 2024

2402037

Verklagsreglur fyrir SumarGaman.
SumarGaman hefur verið starfrækt frá árinu 2022 og hefur reynslan verið góð.

Fræðslunefnd felur frístunda- og menningarfulltrúa í samráði við skólastjóra Heiðarskóla að vinna verklagsreglur fyrir SumarGaman og kynna fyrir nefndinni á næsta fundi.

6.Fundargerðir Ungmennaráðs

2310003

15. fundargerð Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram til kynningar.
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir umræður frá 15. fundi Ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar