Fara í efni

Fræðslunefnd

51. fundur 10. ágúst 2023 kl. 16:30 - 20:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Inga María Sigurðardóttir formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir varaformaður
  • Berglind Ósk Jóhannesdóttir ritari
  • Guðlaug Ásmundsdóttir aðalmaður
  • Helgi Halldórsson aðalmaður
  • Þórdís Þórisdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sólrún Jörgensdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigurbjörg Friðriksdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sunna Rós Svansdóttir áheyrnafulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Eyrún Jóna Reynisdóttir, Ásdís Björg Björgvinsdóttir og Sigurbjörg Anna Þorleifsdóttir boða forföll.

Formaður óskar eftir með vísan til c. liðar 16.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá.
Stefna Hvalfjarðarsveitar gegn einelti, kynbundnu og kynferðislegri áreitni og ofbeldi lögð fram til samþykktar. málsnr. 2308002
Málið verður nr. 7 á dagskrá verður það samþykkt.
Samþykkt 5:0

1.Frístundastefna.

2204059

Innleiðing Frístundastefnunar- aðgerðaráætlun til þriggja ára.
Formaður Fjölskyldu- og frístundanefndar auk félagsmálastjóra sátu undir þessum lið og varaformaður var á teams.

Þörf er á að gerð verði aðgerðaráætlun fyrir frístundastefnuna til næstu þriggja ára. Fræðslunefnd og Fjölskyldu- og frístundarnefnd samþykkja að oddviti og frístunda- og menningarfulltrúi muni leiða vinnuna að gerð aðgerðaráætlunar og kynna drög á næstu fundum nefndanna.

2.Kennimerki-Lógó Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar

2203037

Kennimerki til samþykktar.
Fræðslunefnd samþykkir nýtt kennimerki fyrir Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar og vísar því til kynningar í allar nefndir. Fræðslunefnd felur stjórnendum Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar að kynna nýtt kennimerki fyrir starfsfólki leik- og grunnskólans, nemendum og foreldrum.

Fræðslunefnd þakkar Önnu Kristínu Ólafsdóttir fyrir gott samstarf og fallega hönnun á nýju kennimerki fyrir Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

3.Frístund-eftir skóla

2306014

Verklagsreglur um starfsemi Frístundar í Hvalfjarðarsveit- drög.
Farið var yfir drög að nýjum reglum Frístundar í Heiðarskóla. Góð umræða átti sér stað, farið var yfir athugasemdir og reglurnar lagaðar í samræmi við þær.

Fræðslunefnd samþykkir reglur Frístundar í Heiðarskóla og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Trúnaðarmál fræðslunefndar

2108003

Málsnr. 2210055.
Fært í trúnaðarbók.

5.Trúnaðarmál fræðslunefndar

2108003

Málsnr. 2201002
Fært í trúnaðarbók.

6.Trúnaðarmál fræðslunefndar

2108003

Málsnr. 2307029.
Fært í trúnaðarbók.

7.Stefna Hvalfjarðarsveitar gegn einelti, kynbundnu og kynferðislegri áreitni og ofbeldi

2308002

Stefna Hvalfjarðarsveitar gegn einelti, kynbundnu og kynferðislegri áreitni og ofbeldi lögð fram til samþykktar.
Fræðslunefnd samþykkir stefnu Hvalfjarðarsveitar gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi. Fræðslunefnd tekur undir bókun Fjölskyldu- og frístundarnefndar að öllu starfsfólki sveitarfélagsins verði send stefnan til kynningar.


8.SumarGaman 2023 (Vor- og haust frístund)

2301024

Fara yfir skipulag og starfsmannahald í SumarGaman ágúst 2023.
Skólastjóri Heiðarskóla fór yfir starfsmannahald og starfsemi SumarGaman ágúst 2023. Starfið fer vel af stað, 29 börn eru skráð. Starfið fer aðallega fram í Álfholtsskógi og einnig er farið í vettvangsferðir.

9.Menntastefna Hvalfjarðarsveitar

2201038

Aðgerðaráætlun til þriggja ára- stöðumat.
Fræðslunefnd óskar eftir við skólastjórnendur leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar að leggja fram aðgerðaráætlun á næsta fundi Fræðslunefndar.

10.Akstursáætlun Heiðarskóla 2023-2024

2308017

Akstursáætlun - fjöldi barna.
Lagt fram til kynningar.

11.Netnámskeið með grunnfræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni gagnvart börnum

2306022

Aðgerðaráætlun fyrir árin 2021-2025 er varðar forvarnir barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti.
Lagt fram til kynningar.

12.Farsældarþing

2307010

Farsældarþing verður haldið 4. september 2023 á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Á fundi sveitarstjórnar þann 12.07.2023 var tekið fyrir erindi er varðar Farsældarþing frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu og vísað til Ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar, fjölskyldu- og frístundanefndar og fræðslunefndar. Starfsmenn Hvalfjarðarsveitar sem sátu í vinnuhópi vegna innleiðingar laga á samþættri þjónustu í þágu farsældar barna hafa skráð þátttöku sína á farsældarþingið.

Fundi slitið - kl. 20:15.

Efni síðunnar