Fara í efni

Fræðslunefnd

49. fundur 02. maí 2023 kl. 16:30 - 20:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Inga María Sigurðardóttir varaformaður
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir ritari
 • Berglind Ósk Jóhannesdóttir aðalmaður
 • Þórdís Þórisdóttir áheyrnafulltrúi
 • Sigurbjörg Friðriksdóttir áheyrnafulltrúi
 • Ásdís Björg Björgvinsdóttir áheyrnafulltrúi
 • Sigurbjörg Anna Þorleifsdóttir áheyrnafulltrúi
 • Helgi Halldórsson 1. varamaður
 • Sæmundur Rúnar Þorgeirsson varamaður
Starfsmenn
 • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
 • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
 • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Dagný Hauksdóttir og Guðlaug Ásmundsdóttir boðuðu forföll.

1.Leikskólasérkennari.

2206019

Leikskólasérkennari-árangursmat.
Leikskólastjóri fór yfir árangursmat og ósk um framhald á stöðu leikskólasérkennara í Skýjaborg en um er að ræða tilraunaverkefni sem samþykkt var af fræðslunefnd þann 16. júní 2022. Börnin eru að fá markvissari íhlutun og miklar framfarir hafa orðið í barnahópnum í vetur. Vegna fækkunar í barnahópnum í leikskólanum í haust leggur Fræðslunefnd til við sveitarstjórn að það verði óbreytt fyrirkomulag á stöðu leikskólasérkennara.

2.Stöðugildi í Skýjaborg haustið 2023-2024

2304060

Áætlun um stöðugildaþörf í Skýjaborg fyrir haustið 2023.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja áætlaða stöðugildaþörf í Skýjaborg skólaárið 2023-2024.

3.Kennslustundaúthlutun - ósk um tímaúthlutun 2023-2024

2304061

Óskir um tímaúthlutun fyrir skólaárið 2023-2024.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja kennslustundaúthlutun Heiðarskóla fyrir skólaárið 2023-2024 og hlutfall almennra starfsmanna.

4.Beiðni um viðauka

2304058

Erindi frá skólastjóra Heiðarskóla.
Fræðslunefnd tekur jákvætt í erindi frá skólastjóra Heiðarskóla varðandi beiðni um viðauka vegna starfsmannakostnaðar við nemendaferð til Brighton. Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Stytting vinnuvikunnar - samantekin niðurstaða

2304057

Samantekin niðurstaða apríl 2023.
Í maí 2018 lagði skólastjórn fram tillögu að setja upp þróunarverkefni í leikskólanum Skýjaborg um styttingu vinnuvikunnar úr 40 stundum í 35 stundir. Þróunarverkefnið yrði til tveggja ára, frá 1. september 2018 til 31. ágúst 2020 og endurskoðað að þeim tíma liðnum. Starfsfólk í hlutastarfi fengi styttingu miðað við sitt starfshlutfall.
Vorið 2020 voru því teknar saman niðurstöður út frá þessum viðmiðum og lagt fyrir Fræðslunefnd og sveitarstjórn.

Vorið 2021 var verkefnið svo samþykkt með óbreyttu fyrirkomulagi og að stöðumat yrði gert annað hvert ár.
Markmið tilraunarverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar í Skýjaborg var að fjölga leikskólakennurum og bæta starfsskilyrði í leikskólanum. Samkvæmt niðurstöðum hefur hlutfall leikskólakennara í Skýjaborg hækkað úr 20,1% í 38,8%.

Næsta samantekt frá leikskólastjóra verður lögð fram fyrir Fræðslunefnd á vormánuðum 2025.

6.SumarGaman 2023 (Vor- og haust frístund)

2301024

Skipulag og starfsmannamál.
Skólastjóri Heiðarskóla kynnti drög að starfsmannahaldi fyrir SumarGaman 2023.

7.Leikskólahúsnæði - þarfagreining 2022

2202016

Guðjón Jónasson, formaður Mannvirkja- og framkvæmdanefndar og Hlynur Sigurdórsson, verkefnastjóri framkvæmda og eigna komu inn á fundinn.

Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að skipaður verði sjö manna starfshópur um þarfagreiningu nýs leikskólahúsnæðis. Lagt er til að í starfshópnum sitji þrír starfmenn leikskólans, einn úr foreldarfélaginu, einn úr Fræðslunefnd, starfsmann Mannvirkja- og framkvæmdanefndar og Frístunda- og menningarfulltrúa.

8.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.

2001042

Farið yfir öryggisatriði.
Farið var yfir öryggismál varðandi væntanlegt vinnusvæði vegna byggingar nýs íþróttahúss við Heiðarborg.
Fræðslunefnd óskar eftir að formaður og starfsmaður Mannvirkja- og framkvæmdanefnda endurskoði öryggismál varðandi gönguleið barnanna frá skóla og að íþróttahúsi.
Guðjón Jónasson og Hlynur Sigurdórsson víkja af fundi.

9.Miðstöð skólaþróunar-stjórnun-kennsluráðgjöf og starfsþróun

2208034

Skólastjórar Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar fóru yfir stöðu mála.

10.Fagháskólanám í leikskólakennarafræði á landsvísu

2304062

Erindi frá Háskóla Íslands og Háskóla Akureyrar.
Lagt fram til kynningar.

11.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.), 922. mál.

2304049

Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.

12.Umsögn um frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu, 956. mál.

2304050

Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:30.

Efni síðunnar