Fara í efni

Fræðslunefnd

42. fundur 18. ágúst 2022 kl. 16:30 - 17:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Dagný Hauksdóttir formaður
  • Inga María Sigurðardóttir varaformaður
  • Berglind Ósk Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Ásmundsdóttir aðalmaður
  • Þórdís Þórisdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sólrún Jörgensdóttir áheyrnafulltrúi
  • Unnur Tedda Toftum áheyrnafulltrúi
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Helgi Halldórsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Elín Ósk Gunnarsdóttir og Sigurbjörg Friðriksdóttir boðuðu forföll.

1.Beiðni um kaup á búnaði

2208006

Erindi frá skólastjóra Heiðarskóla.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að verða við beiðni skólastjóra Heiðarskóla um kaup á búnaði vegna sértækra kennslu- og stuðningsþarfa að andvirði kr. 353.000,-. Nefndin leggur jafnframt til að gerður verður viðauki í lok árs ef úthlutun á deild 04022, lykill 5853 tölvubúnaður og skrifstofuvörur í fjárhagsáætlun fer umfram fjárhagsáætlun fyrir árið 2022.

2.Innleiðing laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

2208023

Til umsagnar drög að reglugerð um tengiliði og málstjóra samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna.
Drög að reglugerð um tengiliði og málstjóra lögð fram til kynningar. Jafnframt fór fram umræða um stöðu innleiðingar laganna í Hvalfjarðarsveit.

3.Niðurstöður nemendakönnunar Skólapúlsinn vor 2022

2208029

Niðurstöður nemendakönnunar 1.-10. bekk.
Fræðslunefnd þakkar skólastjóra Heiðarskóla fyrir kynningu á niðurstöðum nemendakönnunar Skólapúlsins og felur skólastjórn að vinna umbótaáætlun í samstarfi við hagaðila - nemendur, starfsfólk og foreldra.

4.Leikskólahúsnæði - þarfagreining 2022

2202016

Framtíðarsýn í leikskólamálum.
Ingu Maríu Sigurðardóttur og frístunda- og menningarfulltrúa falið að vinna áfram að næstu skrefum varðandi lausn á húsnæðisþörf leikskólans Skýjaborgar í samræmi við niðurstöður þarfagreiningarinnar, í samstarfi við starfsfólk leikskólans og mannvirkja- og framkvæmdanefnd. Einnig að hafinn verði undirbúningur að byggingu nýs leikskóla í Melahverfi að því loknu sbr. álit starfshópsins. Framvinda málsins verður kynnt fyrir nefndinni á næsta fundi.

5.Miðstöð skólaþróunar-stjórnun-kennsluráðgjöf og starfsþróun

2208034

Kynning.
Samstarf Hvalfjarðarsveitar og MSHA er hafið og lofar góðu. Unnið er að áætlun fyrir tímabilið sem kynnt verður í fræðslunefnd þegar hún liggur fyrir.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar