Fara í efni

Fræðslunefnd

26. fundur 25. febrúar 2021 kl. 16:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Dagný Hauksdóttir formaður
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
 • Brynjólfur Sæmundsson ritari
 • Berglind Jóhannesdóttir aðalmaður
 • Berglind Sigurðardóttir áheyrnafulltrúi
 • Þórdís Þórisdóttir áheyrnafulltrúi
 • Sigurbjörg Friðriksdóttir áheyrnafulltrúi
 • Bára Tómasdóttir áheyrnafulltrúi
Starfsmenn
 • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
 • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
 • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Andrea Ýr Arnardóttir boðar forföll.

1.Umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum, leikskólaliðanámi eða öðru tengdu námi.

2102125

Erindi frá Agnieszka A. Korpak.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja styrkbeiðni þar sem umsækjandi uppfyllir reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Hvalfjarðarsveit frá 29. apríl 2016.

2.Verklagsreglur Hvalfjarðarsveitar vegna grunnskólabarna utan lögheimilissveitarfélags

2102126

Drög - Verklagsreglur um grunnskólanám utan lögheimilissveitarfélags.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja verklagsleglur um grunnskólanám utan lögheimilissveitarfélags.

3.Ársskýrsla ytra mats grunnskóla árið 2020

2102003

Ytra mat grunnskóla 2020.
Lagt fram til kynningar.

4.Áfallaáætlun Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar

2102045

Kynning á áfallaáætlun.
Lagt fram. Fræðslunefnd þakkar skólastjórnendum fyrir nákvæma og vandaða áfallaáætlun.

5.Forvarnar- og lífsleikniáætlun Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar

2102046

Kynning á forvarnar- og lífsleikiáætlun.
Lagt fram. Fræðslunefnd þakkar skólastjórnendum fyrir greinargóða forvarnar- og lífsleikniáætlun.

6.Drög- Skóladagatal Skýjaborgar 2021-2022

2102120

Drög að skóladagatali 2021-2022.
Lagt fram til kynningar.

7.Drög - Skóladagatal Heiðarskóla 2021-2022

2102122

Kynning á skóladagatali Heiðarskóla 2021-2022.
Lagt fram til kynningar.

8.Skólastefna - endurskoðun.

1706003

Skólastefna - Samantekt um raddir barna í Heiðarskóla.
Lagt fram til kynningar. Einstaklega áhugavert að rýna í niðurstöður nemendanna og sjá þeirra áherslur.

9.Kynning frá Umboðsmanni barna

2102119

Frásagnir barna af heimsfaraldri.
Lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd hefur áhuga á að skoða með skólastjórnendum stöðu og líðan nemenda í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar í kjölfar Covid 19.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar