Fara í efni

Fræðslunefnd

22. fundur 22. október 2020 kl. 16:30 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Dagný Hauksdóttir formaður
  • Bára Tómasdóttir varaformaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Brynjólfur Sæmundsson ritari
  • Andrea Ýr Arnardóttir áheyrnafulltrúi
  • Berglind Sigurðardóttir áheyrnafulltrúi
  • Þórdís Þórisdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigurbjörg Friðriksdóttir áheyrnafulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Erindi frá foreldrafélagi Heiðarskóla.

2010042

Erindi til fræðslunefndar.
Erindi foreldrafélagsins er tvíþætt. Annarsvegar er spurt um tímabundið verkefni um gæslu í Akranesrútunni á heimleið, hver sé staðan á því. Hinsvegar er leitað eftir
upplýsingum um hvort starfandi væri þroskaþjálfi í sveitarfélaginu vegna þjónustu við fötluð börn. Skv. 26. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir ber sveitarfélaginu að hafa þroskaþjálfa í sveitarfélaginu. Hvort starfandi sé þroskaþjálfi í skólunum og hvort það sé ætlun sveitarfélagsins að ráða slíkan aðila?

Skólaakstur:
Í 5.gr. reglna um skólaakstur í grunnskóla Hvalfjarðarsveitar sem samþykktar voru í sveitarstjórn 24.september 2019 kemur eftirfarandi fram: Skólastjóri í samráði við fræðslunefnd metur hvort þörf sé á gæslumanni í skólabifreið með fleiri en 25 nemendum með hliðsjón af öryggi, aldri nemenda og samsetningu nemendahópsins sem ferðast með biðfreiðinni, vegalengd og öðrum aðstæðum. Það er því ekki um tímabundið verkefni að ræða heldur hefur skólastjóri heimild til að útvega gæslumann í Akranesrútuna á heimleið ef hann metur þörf á slíku, í samráði við fræðslunefnd.

Starfandi þroskaþjálfi í sveitarfélaginu:
Fræðslunefnd gerir tillögu til sveitarstjórnar um kennslustundaúthlutun fyrir hvert skólaár. Það er í höndum skólastjóra hvernig hann velur að manna stöður í skólanum samkvæmt þeirri úthlutun. Ef hann metur að þörf sé á þroskaþjálfa við skólann þá hefur hann heimild til að ráða slíkann innan þess ramma sem honum er úthlutaður. Við skólann er starfandi fagaðili sem lýkur þroskaþjálfanámi vor 2021.

Fræðslunefnd getur ekki svarað fyrir áform sveitarfélagsins um ráðningu þroskaþjálfa til að starfa að verkefnum er falla undir Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfi nr.38/2018 og bendir foreldrafélaginu á að beina þeirri spurningu til fjölskyldu- og frístundarnefndar.

2.Stefna Skýjaborgar í stuðnings- og sérkennslumálum

2010060

Drög - Stefna Skýjaborgar.
Fræðslunefnd frestar afgreiðslu málsins.

3.Umsókn um leikskóla

2010058

Erindi til fræðslunefndar um leikskólapláss.
Í samræmi við Reglur Hvalfjarðarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags leggur fræðslunefnd til við sveitarstjórn að samþykkja leikskóladvöl barns til þriggja mánaða. Umsókn uppfyllir skilyrði um samþykkta kostnaðarþátttöku lögheimilissveitarfélags og núverandi aðstæður í leikskólanum leyfa tímabundna fjölgum barna.

4.Sjálfsmatsskýrsla Heiðarskóla.

1709023

Kynninga á sjálfsmatsskýrslu Heiðarskóla fyrir 2020.
Lögð fram til kynningar.

5.Fjárhagsáætlun Fræðslunefndar

2010066

Fara yfir fjárhagsáætlanir fyrir árið 2021.
Skólastjórnendur leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar ásamt frístunda- og menningarfulltrúa fóru yfir vinnu í tengslum við fjárhagsáætlun fræðslunefndar.

6.Mötuneyti leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

2001022

Hugmynd að tilraunaverkefni um mötuneyti í leik- og grunnskóla.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar