Fara í efni

Fræðslunefnd

19. fundur 18. júní 2020 kl. 16:30 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Dagný Hauksdóttir formaður
 • Bára Tómasdóttir varaformaður
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
 • Andrea Ýr Arnardóttir áheyrnafulltrúi
 • Jónella Sigurjónsdóttir áheyrnafulltrúi
 • Agnieszka Aurelia Korpak áheyrnafulltrúi
 • Berglind Sigurðardóttir áheyrnafulltrúi
 • Berglind Jóhannesdóttir 1. varamaður
 • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
 • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
Starfsmenn
 • embættismaður
 • Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Brynjólfur Sæmundsson boðaði forföll. Berglind Jóhannesdóttir kemur í hans stað kl. 17:15.

Formaður óskar eftir að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá. Mál nr. 2005029- Erindi- Umsókn um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barns utan lögheimilissveitarfélags. Málið verður nr. 5. á dagskrá verður það samþykkt.
Samþykkt einróma.

1.Heiðarskóli-Tillaga að breyttu tímaskipulagi 2020-21

2004013

Tillaga að breyttu timaskipulagi.
Á fundi fræðslunefndar 16. apríl 2020 kynnti skólastjóri hugmynd að breyttu tímaskipulagi í Heiðarskóla, tilraunarverkefni til eins árs. Skólastjóra og frístundafulltrúa var falið að athuga hvort tillagan væri tæknilega framkvæmaleg, þ.e. brjóti ekki í bága við kjarasamninga og viðmiðunarstundaskrá. Nefndin óskaði jafnframt eftir skriflegri afstöðu nemendafélagsins, skólaráðs og foreldrafélagsins.

Skólastjóri leitaði eftir skriflegu svari frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, formanni Skólastjórafélags Íslands og Kennarasamband Íslands. Niðurstaðan var sú að ef farið er í einu og öllu eftir kjarasamningum starfsmanna og viðmiðunarstundaskrá, sem stendur til að gera, er verkefnið tæknilega framkvæmanlegt. Tillaga var jafnframt lögð fyrir í Foreldrafélagi Leik- og grunnskóla og óskað eftir skriflegu svari. Svör vegna erindisins voru bókuð í fundargerðum áðurnefndra félaga og ráða og eru eftirfarandi.

Stjórn foreldrafélags Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir ánægju sinni með fyrirhugað tilraunaverkefni. Stjórn foreldrafélagsins telur að þetta sé mikið framfaraskref, sér í lagi þar sem mjög jákvæð reynsla var af styttri viðveru og starfsháttum í samkomubanni.

Skólaráði Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar líst vel á tillöguna og sér mörg góð tækifæri í henni. Skólaráð samþykkir tillöguna.

Nemendaráð samþykkti tilraunaverkefnið til eins árs skólaárið 2020-2021.

Nefndin leggur því til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu að breyttu tímaskipulagi fyrir skólaárið 2020-2021.

2.Erindi frá Heiðarskóla

2004012

Beiðni um að ráða stuðningsfulltrúa.
Á fundi sveitarstjórnar 21. apríl 2020 samþykkti sveitarstjórn tillögu fræðslunefndar um tímabundna ráðningu stuðningsfulltrúa í 80% stöðu frá 17. ágúst til 9. júní 2021. Vegna breyttra forsenda er ekki þörf á stöðugildinu.

Nú sendir skólastjóri inn nýja beiðni um ráðningu stuðningsfulltrúa vegna annars nemenda og leggur nefndin til við sveitarstjórn að samþykkja tímabundna ráðningu stuðningsfulltrúa í 75% stöðu frá 17. ágúst til 31. desember 2020. Ef þörf er á áframhaldandi stuðningi þá getur skólastjóri óskað eftir því í tengslum við gerð næstu fjárhagsáætlunar í samráði við fræðslunefnd.

3.Frístund (lengd viðvera) - Heiðarskóli.

1606048

Yfirfara reglur og gjaldskrá.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja áorðnar breytingar á fyrirkomulagi Frístundar.

4.Stytting vinnuvikunnar

1805019

Niðurstaða tilraunaverkefnisins.
Fræðslunefnd þakkar skólastjórn fyrir greinagóða samantekt á tilraunaverkefninu um styttingu vinnuvikunnar.

Þar sem sveitarstjórn hefur samþykkt að framlengja verkefnið fram til 2. júlí 2021 leggur nefndin til að skólastjórn verði falið að uppfæra skýrsluna með sambærilegum upplýsingum fyrir skólaárið 2020-2021 fyrir maí og júní fundi nefndarinnar 2021. Þá verður tekin afstaða um framtíð verkefnisins.

Í umfjöllun og tillögum fræðslunefndar um málið 22. maí sl. var lagt til við sveitarstjórn að skólastjórn í samstarfi við sveitarstjóra ynni aðgerðaráætlun til að fækka veikindadögum í Skýjaborg. Nefndin vil ítreka þá afstöðu sína að mikilvægt er að fulltrúi/ar stjórnsýslunnar og skólastjórn vinni saman að slíkri áætlunargerð sem viðkemur hagsmunum sveitarfélagsins, barna og starfsfólks Skýjaborgar. Að mati nefndarinnar er slík vinna ekki einkamál stjórnenda eða eingöngu á þeirra forræði eða ábyrgð.

5.Erindi- Umsókn um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barns utan lögheimilissveitarfélags.

2005029

Kostnaður leikskóladvalar utan lögheimilissveitarfélags.
Fræðslunefnd leggur til að erindinu verði synjað þar sem nægt pláss er í leikskólanum til að taka við barninu sem nú hefur hafið leikskólagöngu í Skýjaborg.

6.Skólapúlsinn 2019-2020

1805031

Niðurstöður.
Niðurstöður skólapúlsins fyrir 3.- 10. bekk lagðar fram til kynningar. Skólastjóri upplýsir nefndina um hvernig unnið verður með niðurstöðurnar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar