Fara í efni

Fræðslunefnd

18. fundur 22. maí 2020 kl. 16:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Dagný Hauksdóttir formaður
 • Bára Tómasdóttir varaformaður
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
 • Brynjólfur Sæmundsson ritari
 • Andrea Ýr Arnardóttir áheyrnafulltrúi
 • Jónella Sigurjónsdóttir áheyrnafulltrúi
 • Agnieszka Aurelia Korpak áheyrnafulltrúi
 • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
 • Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir embættismaður
Starfsmenn
 • embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Berglind Sigurðardóttir boðaði forföll.

1.Áhættumat skólabifreiða.

2002036

Fara yfir áhættumatið.
Fræðslunefndin þakkar fyrir greinargott áhættumat skólabifreiða og gerir ekki athugasemdir við það.

2.Umbótaáætlun 2019-2020 - Grunnskóli Hvalfjarðarsveitar.

2005016

Erindi frá Mennta-og menningarmálaráðuneytinu.
Skólastjóra falið að senda umbeðin gögn til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir 8. júní n.k.

3.Umbótaáætlun 2019-2020- Skýjaborg.

2005015

Erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Leikskólastjóra falið að senda umbeðin gögn til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir 8. júní n.k

4.Erindi til Fræðslunefndar, 13.5.2020

2005028

Fræðslunefnd fellst á að barn hefji aðlögun í leikskólanum Skýjaborg tveimur til þremur vikum áður en það nær 12 mánaða aldri ef aðstæður leyfa í leikskólanum að mati starfsfólks.

5.Tillaga að breytingum á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554-2013 ásamt erindisbréfum fastanefnda og starfsreglna ungmennaráðs.

2005007

Drög að erindisbréfi Fræðslunefndar.
Fræðslunefnd er ekki með athugasemdir varðandi framlagt erindisbréf.

6.Stytting vinnuvikunnar

1805019

Mat á tilraunaverkefni.
Þar sem mikil fækkun barna er fyrirsjánleg í leikskólanum Skýjaborg næsta skólaár þá þarf starfsmannaþörf að vera ljós fyrir 1. júní 2020. Tilraunaverkefnið um styttingu vinnuvikunnar felur í sér aukningu á stöðugildum og því þarf afstaða fræðslunefndar og sveitastjórnar að liggja fyrir áður en tímabili verkefnisins líkur.

Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að framlengja tilraunarverkefnið til 2. júlí 2021. Fyrstu niðurstöður á mati á verkefninu gefa til kynna að náðst hefur árangur á þremur matsviðmiðum af fjórum og mikil ánægja er með styttingu vinnuvikunnar meðal starfsfólks leikskólans.

Nefndin leggur jafnframt til að skólastjórn, í samstarfi við sveitastjóra, verði falið að útbúa aðgerðaáætlun til að ná niður skammtímaveikindum í Skýjaborg og að tækifæri verði veitt til að láta reyna á slíkar aðgerðir. Samanber bókun sveitarstjórnar frá 22. maí 2018 óskar fræðslunefnd eftir samantekinni niðurstöðu frá skólastjórn fyrir næsta fund nefndarinnar og að drög að aðgeraáætlun verði kynnt nefndinni fyrir 1. september n.k.

7.Tímaúthlutun Heiðarskóla 2020-2021.

2002038

Óskir um tímaúthlutun í Heiðarskóla.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óskir skólastjóra um kennslustundaúthlutun fyrir skólaárið 2020-2021.

Um er að ræða aukningu um 4,5 kennslustundir vegna kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Er það í takt við niðurstöður bæði innra- og ytra mats skólans að þörf og vilji er til að auka magn og gæði kennslu þessa nemendahóps. Skólastjórn mun taka saman skýrslu um verkefnið vorið 2021 og skila til fræðslunefndar. Þar mun koma fram mat á nýtingu og árangri viðbótar kennslustundanna. Úthlutunin er óbreytt á milli skólaára að öðru leyti.

8.Erindi- Umsókn um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barns utan lögheimilissveitarfélags.

2005029

Umsókn um kostnaðarþátttöku utan lögheimilssveitarfélags.
Nefndin frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar og felur frístunda- og menningarfulltrúa að afla frekar gagna.

9.Skólaslit í Heiðarskóla

2005026

Kynning á skólaslitum.
Skólastjóri fór yfir fyrirhugaðar breytingar á skólaslitum Heiðarskóla vegna COVID-19.

10.Stöðugildi í Skýjaborg 2020-2021.

2002035

Staðan í Skýjaborg.
Leikskólastjóri fór yfir fjölda barna og stöðugildaþörf fyrir skólaárið 2020-2021.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar