Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2014-2018

112. fundur 21. október 2014 kl. 17:00 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Hjördís Stefánsdóttir formaður
  • Ólafur Ingi Jóhannesson varaformaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir ritari
  • Björn Páll Fálki Valsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Ragna Kristmundsdóttir
  • Helena Bergström
Fundargerð ritaði: Hjördís Stefánsdóttir formaður fræðslu- og skólanefndar
Dagskrá

1.Tómstundaiðkun barna í Hvalfjarðarsveit - samstarf UMSB og ÍA og stefnumótunarvinna æskulýðs-tómstunda og frístundamála.

1410035

Stefnumótunarmálin rædd og ákveðið að halda umræðunni áfram og vinna næstu skref á vinnufundi. Nefndin telur rétt að skoða samstarf við Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB) í fyrirhugaðri stefnumótunarvinnu. Nefndin fagnar því tilraunaverkefni sem er hafið í Heiðarskóla er varðar samstarf við UMSB.

2.Starfsáætlun Skýjaborgar 2014-2015

1410037

Starfsáætlun Skýjaborgar 2014 - 2015 samþykkt

3.Erindi til fræðslunefndar vegna leikskólahúsnæðis

1410040

Fræðslu- og skólanefnd telur brýnt að bæta úr húsnæðismálum leikskólans Skýjaborgar og bendir á að aðstaða bæði barna og starfsmanna er um margt óviðunandi. Nefndin hvetur sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar til þess að setja húsnæðismál leikskólans í forgang.

4.Starfslýsingar starfsmanna leik og grunnskóla

1410042

Nefndin hefur farið yfir starfslýsingarnar og telur þörf á frekari umræðu um þær og málinu frestað til næsta fundar.

5.Starfsáætlun Heiðarskóla 2014-2015

1410037

Starfsáætlun Heiðarskóla 2014- 2015 samþykkt.

6.Afmæli Heiðarskóla

1410050

Nefndin er tilbúin til þess að koma að afmælisverkefni skólans á næsta ári í samráði við skólastjóra. Þá telur nefndin rétt að skólastjóri taki áætlaðan kostnað vegna þess inn í fjárhagsáætlunargerð ársins 2015.

7.Siðareglur kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar.

1409019

Nefndarmenn hafa kynnt sér siðareglurnar.

8.Drög að rafrænni handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

1410055

Nefndarmönnum kynnt erindið.

9.Bókalistar fyrir allir lesa

1410031

Erindi lagt fram til kynningar

10.Kynning á breytingu á námsmati í grunnskóla

1410034

Lagt fram til kynningar

11.Drög að frumvarpi til laga um nýja stjórnsýslustofnun

1410056

Lagt fram til kynningar

12.Samanburður gjaldskrár leikskóla

1410054

Lagt fram til kynningar

13.Tölvupóstur varðandi rekstrarkostnað per nemenda í grunnskóla

1410046

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar