Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2014-2018

110. fundur 27. ágúst 2014 kl. 17:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Hjördís Stefánsdóttir formaður
  • Ólafur Ingi Jóhannesson varaformaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir ritari
  • Björn Páll Fálki Valsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson aðalmaður
  • Ragna Kristmundsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Guðrún Dadda Ásmundsdóttir áheyrnafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hjördís Stefánsdóttir formaður fræðslu- og skólanefndar
Dagskrá

1.Ósk um fjárveitingu til kaupa á Ipödum vegna aukins nemendafjölda í Heiðarskóla.

1408001

Farið yfir erindið og það rætt. Fræðslu- og skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.

2.Bréf til skólanefndar vegna jafnréttismála

1408024

Skólinn óskar eftir afstöðu nefndarinnar varðandi kennslu á móðurmáli þeirra barna sem eiga annað tungumál að móðurmáli en íslensku. Einnig er óskað eftir að sömu börn og kennarar fái íslenskukennslu. Fræðslu- og skólanefnd felur skólastjóra að kanna möguleika á frekari útfærslu og kostnaði vegna tilhögunarinnar.

3.skýrsla verkefnastjóra í Skólaþróun

1408028

Fræðslu- og skólanefnd fagna áhugaverðum skýrslum og hvetja til samstarfs og samráðs á milli verkefnastjóranna.

4.Skýrsla verkefnisstjóra tæknþróunar

1408029

Fræðslu- og skólanefnd fagna áhugaverðum skýrslum og hvetja til samstarfs og samráðs á milli verkefnastjóranna.

5.Skýrsla umhverfismenntar í Heiðarskóla

1409007

Innihald skýrslunnar rætt

6.Ársskýrsla leik og grunnskóla 2013-2014

1408026

Fræðslu- og skólanefnd fagna áhugaverðum skýrslum og hvetja til samstarfs og samráðs á milli verkefnastjóranna.

7.Notkun spjaldtölva

1408027

Skólastjóri kynnir notkun spjaldtölvanna og stefnu skólans um að vera leiðandi í notkun tækni við kennslu.

8.Skólastefna Hvalfjarðarsveitar.

1205004

Skólastjóri kynnir vinnu við skólanámskrá og gert ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki síðar í haust.

9.Erindisbréf nefnda

1111013

Ný nefnd telur rétt að uppfæra erindisbréf nefndarinnar og kynna nefndarmönnum innihald hennar.

10.Skýrsla 2014

1408030

Félagsmálastjóri gerði grein fyrir
skýrslu vinnuskólans sumarið 2014 og mun senda skýrsluna á nefndarmenn.

11.Eineltisáætlun - drög

1408023

Stefnan er lögð fram til kynningar á fundinum og mun verða kynnt fyrir starfsmönnum skóla og leikskóla

12.Starfsskýrsla Heiðarskóla 2012-2015

1408031

Skólastjóri kynnir starfsskýrslu skólans fyrir tímabilið 2012-2015

13.Skólaþing samband íslenskra sveitarfélaga 8. september 2014

1408032

Vakin er athygli á skólaþingi en skólinn mun senda fulltrúa á þingið

14.Að sitja í skólanefnd - leiðbeiningar

1408033

Formaður kynnir nefndarmönnum leiðbeiningar sambands íslenskra sveitarfélaga um hlutverk nefndarmanna í setu skólanefndar.

15.Ósk um kostnaðarþátttöku vegna leikskóladvalar utan sveitarfélagsins.

1408011

Félagsmálastjóra falið að fá frekari upplýsingar frá umsóknaraðilum.

16.Afreksstyrkir reglur drög

1409002

Málið var til umræðu í fyrri fræðslu- og skólanefnd en ekki afgreitt í sveitarstjórn. Nefndin mun nú afla sér gagna og taka málið til umfjöllunar þegar gögn hafa borist.

17.Umræða um íþrótta- tómstunda og æskulýðsmál

1409003

Fræðslu- og skólanefnd hefur fullan hug á að taka tómstunda og æskulýðsmál hjá Hvalfjarðarsveit í gegn og mun fara í stefnumótunarvinnu í málaflokknum.

18.Húsnæðismál leikskólans Skýjaborgar

1409004

Fræðslu- og skólanefnd telur brýnt að huga að húsnæðismálum leikskólans Skýjaborgar og telur það vera forgangsmál.

19.Geymsluaðstaða í Heiðarskóla

1409005

Formaður gerði grein fyrir vöntun á geymsluaðstæðu og var málið rætt

20.Beiðnu um kostnaðarþátttöku leikskóla utan sveitarfélags

1409006

Félagsmálastjóra falið að fáf rekari upplýsingar til að málið geti verið afgreitt.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar