Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2014-2018

136. fundur 30. mars 2017 kl. 16:15 - 16:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel Ottesen formaður
  • Dagný Hauksdóttir varaformaður
  • Björn Páll Fálki Valsson aðalmaður
  • Berglind Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg María Halldórsdóttir aðalmaður
  • Marie Greve Rasmussen áheyrnafulltrúi
  • Örn Arnarson áheyrnafulltrúi
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ingibjörg María Halldórsdóttir ritari
Dagskrá
Einnig sat fundinn Sigurbjörg Friðriksdóttir sem áheyrnarfulltrúi fyrir leikskólann Skýjaborg.

Skólastjórar og áheyrnarfulltrúar viku af fundi undir liðum 5 og 6.

Skúli Þórðarson sveitarstjóri sat undir liðum 5 og 6.

1.Staða samninga við Akranes vegna Tónlistarskóla Akraness.

1703039

Til umræðu. Formanni falið að koma ábendingum á framfæri til sveitarstjórnar.

2.Skólaakstur - samningar.

1703030

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að óska eftir viðræðum um framlengingu á samningum um skólaakstur fyrir Heiðarskóla. Nefndin leggur jafnframt til að farið verði í endurskoðun á núgildandi samningum og að haldinn verði samráðsfundur með hlutaðeigandi aðilum.

3.Forgangsbeiðni í Leikskólann Skýjaborg.

1703042

Erindi frá leikskólastjóra.
Nefndin samþykkir forgangsbeiðnina.

4.Útleigureglur Heiðarskóla

1506047

Til endurskoðunar.
Afgreiðslu frestað.

5.Útleigureglur Heiðarborgar

1506048

Til endurskoðunar.
Afgreiðslu frestað.

6.Markmið og leiðir með notkun spjaldtölva Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar.

1703044

Nefndin samþykkir markmið og leiðir með notkun spjaldtölva í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

7.Umsóknir um skólastjóra - Skýjaborg.

1703038

Trúnaðarmál.
Umsóknir lagðar fram og kynntar. Nefndin mun vinna áfram að tillögu um ráðningu.

8.Umsóknir um skólastjóra - Heiðarskóli.

1703037

Trúnaðarmál.
Umsóknir lagðar fram og kynntar. Nefndin mun vinna áfram að tillögu um ráðningu.

9.Jafnrétti í skólastarfi.

1703040

Til kynningar

10.Ársskýrsla undanþágunefndar grunnskóla 2015-2016.

1703041

Til kynningar

11.Starf frístundafulltrúa.

1702025

Til kynningar

12.Kennslumínútnafjöldi í list- og verkgreinum í grunnskólum.

1703043

SLG upplýsti nefndina um stöðu mála í list- og verkgreinum í Heiðarskóla. Skólinn uppfyllir kröfur um kennslu í list- og verkgreinum.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Efni síðunnar