Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2014-2018

129. fundur 13. júlí 2016 kl. 14:30 - 14:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel Ottesen formaður
  • Dagný Hauksdóttir varaformaður
  • Björn Páll Fálki Valsson aðalmaður
  • Berglind Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Guðný Kristín Guðnadóttir aðalmaður
  • Guðrún Dadda Ásmundsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðný Kristín Guðnadóttir ritari
Dagskrá

1.íþróttastyrkur-umsókn

1606004

Nefndin samþykkir að umsóknin er í samræmi við viðmiðunarreglur og samþykkir styrk uppá 25. þúsund krónur.

2.Viðhorfskönnun foreldra og starfsmanna, Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

1602004

Nefndin felur félagsmálastjóra að kynna niðurstöður könnunar fyrir starfsfólk skólanna í samráði við skólastjórnendur.

3.Lengd viðvera - könnun hjá foreldrum barna í 1.-4.bekk

1606048

Nefndin mælir eindregið með því að unnið verði áfram að verkefninu í samstarfi við skólastjórnendur, sveitarstjóra og ráðgjafa.

4.Verklagsreglur leikskóla

1605001

Nefndin fór yfir drög að verklagsreglum leikskólans. Varaformanni, sviðsstjóra og félagsmálastjóra falið að vinna að reglunum í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir sveitarstjórn.

5.Önnur mál fræðslu og skólanefndar.

1506049

Starfsmannamál
Formaður greindi frá því að Sigríður Lára Guðmundsdóttir sviðsstjóri Heiðarskóla og Eyrún Jóna Reynisdóttir sviðsstjóri Skýjaborgar eru staðgenglar skólastjóra í hans fjarveru vegna veikinda.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Efni síðunnar