Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2014-2018

119. fundur 13. júlí 2015 kl. 11:00 - 11:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir ritari
  • Björn Páll Fálki Valsson aðalmaður
  • Jón Rúnar Hilmarsson embættismaður
  • Arndís Halla Jóhannesdóttir embættismaður
  • Dagný Hauksdóttir aðalmaður
  • Berglind Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen formaður
Fundargerð ritaði: Arndís Halla Jóhannesdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá
Eyrún vék af fundi kl.12.10.

1.Skóladagatal Heiðarskóla

1506044

JRH kynnti skóladagatalið fyrir nefndinni. Fræðslu- og skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja skóladagatal Heiðarskóla fyrir skólaárið 2015-2016.

2.Leikskóladagatal

1506045

JRH kynnti skóladagatal Skýjaborgar fyrir nefndinni. Fræðslu- og skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja skóladagatal Skýjaborgar fyrir skólaárið 2015-2016.

3.Útleigureglur Heiðarskóla-drög

1506047

Farið yfir útleigureglur Heiðarskóla. Formanni nefndarinnar falið að gera breytingar á reglum er varða framleigu húsnæðisins, að þeim breytingum gerðum samþykkir nefndin útleigureglurnar.

4.Útleigureglur Heiðarborg - drög

1506048

Farið yfir útleigureglur Heiðarborgar. Reglurnar samþykktar samkvæmt bókun síðasta fundar nr. 118.

5.Stöðugilid í Skýjaborg 2015-2016

1507003

JRH kynnti starfsmannamál og stöðugildi Skýjaborgar. Fræðslu- og skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að auka stöðugildi í Skýjaborg um 0,4 fyrir næsta skólaár í samráði við útreikninga verklagsreglna um barngildi, þar sem það er stefna sveitarfélagsins að taka inn börn frá 12 mánaða aldri að því gefnu að það sé laust pláss á leikskólanum.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Efni síðunnar