Fara í efni

Fjölskyldunefnd 2015-2018

47. fundur 18. febrúar 2015 kl. 16:30 - 16:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Ása Helgadóttir formaður
  • Helgi Pétur Ottesen varaformaður
  • Jónella Sigurjónsdóttir ritari
  • Margrét Magnúsdóttir aðalmaður
  • Pétur Svanbergsson aðalmaður
  • Arndís Halla Jóhannesdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Arndís Halla Jóhannesdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Reglur um fjárhagsaðstoð.

1502023

Yfirfara reglur um fjárhagsaðstoð - framhald.
Nefndin yfirfór reglur sveitarfélagsins dagsettar 3.apríl 2007 um fjárhagsaðstoð og leggur til smávægilegar breytingar. Félagsmálastjóri og formaður fjölskyldunefndar munu leggja leiðréttar reglur fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

2.Reglur um liðveislu.

1502024

Yfirfara drög að reglum um liðveislu.
Nefndin yfirfór drög að reglum um liðveislu. Drögin samþykkt með smávægilegum breytingum. Félagamálastjóra falið að lagfæra reglurnar í samræmi við umræður á fundinum.

3.Reglur um akstursþjónustu.

1502025

Reglur um akstursþjónusta kynntar og yfirfarnar.
Nefndin yfirfór drög að reglum um akstursþjónustu. Félagsmálastjóra og formanni nefndarinnar falið að vinna þær áfram.

4.Þjónustubæklingur fyrir eldri borgara.

1502027

Þjónustubæklingur fyrir eldri borgara kynntur og yfirfarinn.
Nefndin yfirfór drög að þjónustbækling fyrir eldri borgara. Félagsmálastjóra og formanni nefndarinnar falið að lagfæra og setja upp.

5.Vatnsleikfimi eldri borgara.

1502029

Stefna og umfang vatnsleikfimi eldri borgara kynnt og yfirfarin.
Umræður um vatnsleikfimi.

6.Opið hús eldri borgara.

1502030

Umfang og kostnaður við opið hús eldri borgara.
Umræður um opið hús. Félagsmálastjóra falið að kanna nánar umfang og kostnað við opið hús fyrir næsta fund.

7.Trúnaðarmál.

1502028

Fundi slitið - kl. 16:30.

Efni síðunnar