Fara í efni

Fjölskyldunefnd 2015-2018

60. fundur 16. mars 2017 kl. 16:15 - 16:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Ása Helgadóttir formaður
  • Helgi Pétur Ottesen varaformaður
  • Margrét Magnúsdóttir aðalmaður
  • Pétur Svanbergsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Reglur Hvalfjarðarsveitar um sérstakan húsnæðisstuðning

1702035

Á 59. fundi fjölskyldunefndar þann 1. mars sl. voru lögð fram drög að reglum Hvalfjarðarsveitar um sérstakan húsnæðisstuðning. Farið var yfir drögin og lagðar fram tillögur til breytinga sem félagsmálastjóra var falið að vinna áfram.
Nefndin tók reglurnar fyrir að nýju. Ennfremur voru lögð fram umsóknareyðublöð vegna reglna Hvalfjarðarsveitar um sérstakan húsnæðisstuðning. Fjölskyldunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar til umræðu og afgreiðslu í sveitastjórn.

2.Trúnaðarmál

1703005

Lögð fram greinargerð vegna umsóknar aðila um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda skv. lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks með síðari breytingum. Fjölskyldunefnd samþykkir að veita aðilum leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda skv. ákvæðum fyrrgreindra laga um málefni fatlaðs fólks. Félagsmálastjóra falin úrvinnsla málsins.
Bókun færð í trúnaðarbók.

3.Önnur mál-fjölskyldunefnd

1506028

Formaður og félagsmálastjóri fara yfir önnur mál.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Efni síðunnar