Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

6. fundur 16. janúar 2019 kl. 16:30 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
  • Sunneva Hlín Skúladóttir aðalmaður
  • Sæmundur Rúnar Þorgeirsson ritari
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Félagsmála- og frístundafulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsaðstoð

1901168

Erindi fært í trúnaðarbók.

2.Trúnaðarmál

1901174

Erindi fært í trúnaðarbók

3.Reglur um fjárhagsaðstoð

1901176

Breyting á reglum um fjárhagsaðstoð.
Grunnfjárhæð skv. 9. gr. hækkuð úr 162.714 kr. í 178.985 kr.

Um er að ræða árlega hækkun með hliðsjón af neysluvísitölu á milli ára auk viðbótarhækkunar til jöfnunar við önnur sveitarfélög. Reglunum var einnig breytt að því leyti að þar sem stendur fjölskyldunefnd kemur inn fjölskyldu- og frístundanefnd.

Nefndin vísar málinu til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.

4.Trúnaðarmál

1901225

Erindi fært í trúnaðarbók.

5.Velferðarstefna Vesturlands

1901161

Kynning á velferðastefnu Vesturlands.
Nefndin þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf við gerð velferðarstefnunnar og gerir ekki efnislegar athugasemdir við hana.

6.Félagsstarf eldri borgara í Hvalfjarðarsveit

1901178

Rósin styrktarsjóður gaf söngbækur í félagsstarf eldri borgara í Hvalfjarðarsveit.
Nefndin þakkar Rósinni styrktarsjóði fyrir velviljann og gjöfina.

7.Áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu

1901224

Kynna stefnuskjalið
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar