Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

57. fundur 06. júní 2024 kl. 16:28 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir formaður
  • Marie Greve Rasmussen varaformaður
  • Inga María Sigurðardóttir ritari
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Sæmundur Rúnar Þorgeirsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
Ása Líndal sat undir liðum nr. 2403002 og 2404085.

1.Trúnaðarmál

2010017

Trúnaðarmál tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.
Trúnaðarmál tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd. Trúnaðarmál afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók.

2.Upplýsingabæklingur um þjónustu fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit

2312020

Lokadrög að upplýsingabæklingi til eldri borgara kynnt.
Fjölskyldu- og frístundanefnd lýsir yfir ánægju með bækling um þjónustu við eldri borgara. Nefndin telur bæklinginn veita greinagóðar upplýsingar um þá þjónustu og stuðning sem er í boði fyrir eldri borgara og vonar að hann nýtist vel. Nefndin þakkar Áskeli Þórissyni kærlega fyrir samvinnuna og sitt framlag við gerð bæklingsins.

3.Sundlaugin að Hlöðum

2403002

Sundlaugin að Hlöðum opnar 7. júní næstkomandi. Farið yfir skipulag og starfsmannamál.
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir stöðuna. Sundlaugin að Hlöðum opnar 7. júní. Nefndin ákveður að gjaldskrá haldist sú sama og árið 2023.

4.Velferðarþjónusta á Vesturlandi

2406001

Stjórnendur í velferðarþjónustu á Vesturlandi hafa rætt um virði þess að stofna hóp stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi, í þeim tilgangi að koma upp öflugu teymi sem samræmir umfjöllun mála og viðbrögð við hinum ýmsu erindum, auk þess að skapa vogarafl í velferðarþjónustu á Vesturlandi. Slíkt samstarf getur verið tímasparandi í vinnu fyrir stjórnendur og eykur speglun á málefni og aðgerðir. Fyrirmynd að slíku samstarfi má sjá til dæmis hjá stjórnendum á höfuðborgarsvæðinu. Lagt er til að hópurinn verði undir hatti samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.

5.Svæðisbundin farsældarráð

2406000

Þann 16. maí sl. var undirritaður samningur á milli Barna- og menntamálaráðuneytis og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um að koma á fóti svæðisbundnu farsældarráði með það að markmið að samhæfa farsældarþjónustu á Vesturlandi. Nýtt stöðugildi farsældarfulltrúa verður til hjá SSV og er stefnt að ráðningu með haustinu. Vert er að taka fram að Vesturland er fyrsti landshlutinn til að skrifa undir slíkan samning.

Fjölskyldu- og frístundanefnd sér mikil tækifæri fyrir Hvalfjarðarsveit í stofnun farsældarráðs Vesturlands. Aukið samstarf sveitarfélaga mun stuðla að frekari innleiðingu samþættrar þjónustu í þágu farsældar barna. Nefndin leggur því áherslu á mikilvægi samstarfs allra sveitarfélaga á Vesturlandi um þróun og innleiðingu farsældarráðs á Vesturlandi.

6.Umsögn um frumvarp til laga um lögræðislög (nauðungarvistanir, yfirlögráðendur o.fl.), 925. mál.

2405014

Erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.
Lagt fram til kynningar.

7.Hvítbók í málefnum innflytjenda.

2405025

Erindi frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.
Lagt fram til kynningar.

8.Vinnuskóli Hvalfjarðarsveitar 2024

2401027

Umsóknarferlið í vinnuskólann 2024 er lokið. Farið yfir starfsmannamál og skipulag.
Alls sóttu 27 börn um í vinnskólann 2024 sem er umtalsverð fjölgun frá síðustu árum. Undirbúningsvinnu er lokið fyrir vinnuskólann og hefst vinna föstudaginn 7. júní.

9.Farsældardagurinn á Vesturlandi 2024.

2404085

Þann 16. maí var haldinn Farsældardagur Vesturlands. Alls mættu um 120 manns, allt lykilaðilar í farsældarþjónustu á Vesturlandi. Niðurstöður þessa fundar verður síðan nýtt í að móta innleiðingu farsældarlaganna í landshlutanum. Dagurinn tókst vel til.
Lagt fram til kynningar.

10.Frístundarþjónusta fyrir fötluð börn

2406002

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar