Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

51. fundur 07. desember 2023 kl. 16:31 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir formaður
  • Helgi Pétur Ottesen varaformaður
  • Inga María Sigurðardóttir ritari
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

2010017

Afgreiddar umsóknir um fjárhagsstyrk.

Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók.

2.Reglur um heimagreiðslur

2002003

Endurskoðun á reglum Hvalfjarðarsveitar um heimagreiðslur.
Félagsmálastjóra falið að vinna áfram að endurskoðun reglna um heimagreiðslur samkvæmt umræðum á fundi.

3.Samstarf Bjarkarhlíðar á Vesturlandi

2312004

Samkvæmt samkomulagi félags- og vinnumarkarðsráðuneytisins og Bjarkarhlíðar stendur til að bjóða þolendum ofbeldis sem búsettir eru á Vesturlandi þjónustu Bjarkarhlíðar. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og markmið hennar að veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis.



Á fundi með teymisstjóra Bjarkarhlíðar og stjórnendum í velferðarþjónustu frá Akranesi, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Snæfellsbæ þann 23. nóvember sl. var sammælst um að ráðgjafi myndi veita viðtöl einn dag í mánuði á Akranesi, Borgarnesi og á Snæfellsnesi. Lagt er upp með að sveitarfélögin útvegi aðstöðu fyrir ráðgjafa Bjarkarhlíðar til að taka á móti þolendum í viðtöl, þeim að kostnaðarlausu. Íbúar Hvalfjarðarsveitar geta sótt þjónustu Bjarkahlíðar á þessum stöðum. Áætlað er að verkefnið hefjist á nýju ári.
Fjölskyldu- og frístundarnefnd fagnar samstarfinu og að auka skuli þjónustu við þolendur ofbeldis á Vesturlandi.

4.Afrekssjóður Hvalfjarðarsveitar nóv 2023

2311032

Umsóknir- Afrekssjóður Hvalfjarðarsveitar.
Ein umsókn barst í afrekssjóð Hvalfjarðarsveitar frá Guðbjörgu Bjarteyju Guðmundsdóttur. Umsóknin uppfyllir skilyrði sjóðsins. Guðbjörg stundar sundæfingar hjá Sundfélagi Akraness samhliða að stunda nám í Fjölbrautarskóla Vesturlands á afreksbraut.

Nefndin ákvað að veita Guðbjörgu afreksstyrk að upphæð 150.000 kr. og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.

5.Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2023

2312005

Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB) óskar eftir fulltrúa frá Hvalfjarðarsveit í valnefnd á íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2023.

Nefndin felur frístunda- og menningafulltrúa að tilnefna fulltrúa í valnefnd á íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2023.

6.Forvarnir

1910041

Forvarnarverkefnið Fokk Me-Fokk You fyrir 8.-10. bekk.
Fjölskyldu og frístundanefnd samþykkir að setja 100.000 kr. í forvarnarverkefnið Fokk Me-Fokk You fyrir 8.-10. bekk. Fræðsluerindið er um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna og verður haldið 11. desember í félagsmiðstöðinni 301.

7.Umsögn um Grænbók, málefni innflytjenda og flóttafólks.

2311016

Erindi frá Félags- og vinnumálaráðuneyti.
Lagt fram.

8.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80-2002 og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40-1991, 497. mál.

2311038

Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Lagt fram.

9.Forvarnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum - samstarf lykilaðila

2310063

Fundur um mótun á svæðisbundnu samstarfi gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Vesturlandi var haldin 14. nóvember síðastliðinn.
Fjölskyldu- og frístundanefnd fagnar frekara samstarfi við lykilaðila gegn ofbeldi og öðrum afbrotum.

10.Förum alla leið-Samþætt þjónusta í heimahúsum

2306006

Þann 27. nóvember síðastliðinn var fundur um með SSV og fulltrúum sveitarfélaga á Vesturlandi vegna þátttöku í verkefninu Gott að eldast. Verkefnið snýr að samþættingu öldrunarþjónustu á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir Ungmennaráðs

2310003

14. fundargerð Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram til kynningar.
Ása Líndal Hinriksdóttir, menningar- og frístundafulltrúi sat undir liðum nr. 2311032, 2312005 og 2310003.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar