Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

50. fundur 02. nóvember 2023 kl. 16:30 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir formaður
  • Helgi Pétur Ottesen varaformaður
  • Inga María Sigurðardóttir ritari
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2303002
Fært í trúnaðarbók.

2.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2304005
Fært í trúnaðarbók.

3.Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2023.

2310052

Styrktarbeiðni frá Aflinu.
Nefndin þakkar Aflinu fyrir erindið en getur ekki orðið við styrkveitingu.

4.Samstarf eldri borgara og öryrkja við Skýjaborg

2310061

Erindi frá leikskólanum Skýjaborg.
Fjölskyldu- og frístundanefnd þakkar Skýjaborg fyrir erindið. Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur frístunda- og menningarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar að vinna málið áfram.

5.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni.

2208056

Lagðar fram breytingar á samningi um Umdæmisráð barnaverndar landsbyggðarinnar sem tók til starfa 1. janúar 2023.
Fjölskyldu- og frístundanefnd gerir ekki athugasemdir við breytingar á nýjum samning vegna Umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni. Samningnum vísað til staðfestingar í sveitastjórn.

6.Barnaþing 2023.

2310033

Erindi frá Umboðsmanni barna.
Lagt fram til kynningar.

7.Forvarnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum - samstarf lykilaðila

2310063

Lagt fram til kynningar. Félagsmálastjóri mun mæta á fundinn fyrir Hvalfjarðarsveit.

8.Förum alla leið-Samþætt þjónusta í heimahúsum

2306006

Umsókn SSV (f.h sveitarfélaganna á Vesturlandi) og Heilbrigðisstofnun Vesturlands um þátttöku í verkefninu Förum alla leið - samþætt þjónusta í heimahúsum hefur verið samþykkt. Verkefnið er hluti af aðgerðaráætlunnni, Gott að eldast um þjónustu við eldra fólk 2023 - 2027.
Lagt fram til kynningar.

9.Leiðtogafundur ungs fólks í Hörpu dagana 24.-25. nóvember 2023

2310065

Þátttökuskráning ungmennafulltrúa á Leiðtogafund ungs fólks í Hörpu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar