Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

41. fundur 05. janúar 2023 kl. 16:30 - 19:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir formaður
  • Helgi Pétur Ottesen varaformaður
  • Inga María Sigurðardóttir ritari
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
Starfsmenn
  • Elín Thelma Róbertsdóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Elín Thelma Róbertsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
Formaður óskar eftir með vísan til c. liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá.
Tillaga um tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2023. Málsnr. 2301006.
Málið verður nr. 1 á dagskrá.
Samþykkt 5:0

1.Tillaga um tekjumörk vegna afsláttar af fasteignskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2023.

2301006

Tillaga um tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2023.
Fjölskyldu- og frístundanefnd leggur til 7,4% hækkun tekjumarka eða í takt við hækkun elli- og örorkulífeyris hjá Tryggingastofnun ríkisins á milli áranna 2022 og 2023. Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu hjá sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar.

2.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 1908023
Fært í trúnaðarbók

3.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2103141
Fært í trúnaðarbók.

4.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2205045 og 2209012
Fært í trúnaðarbók.

5.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2006043 og 2010010
Fært í trúnaðarbók.

6.Reglur um fjárhagsaðstoð

2002002

Breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð í Hvalfjarðarsveit.
Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð í Hvalfjarðarsveit og lagt er til að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar einstaklings skv. 1. mgr. 10. gr. reglna um fjárhagsaðstoð verði hækkuð úr kr. 196.272.- í kr. 215.050.-.
Nefndin vísar breytingartillögunum til samþykktar hjá sveitarstjórn.

7.Breytingar á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar.

2204043

Breyting á samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar ásamt viðauka. Bókun sveitarstjórnar dagsett 29.12.2022 og staðfesting þess efnis frá ráðuneytinu. Breytingar á erindisbréfi fyrir fjölskyldu- og frístundanefnd.
Lagt fram til kynningar.

8.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2012028
Fært í trúnaðarbók.

9.Innleiðing laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

2208023

Staða innleiðingar á samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í Hvalfjarðarsveit.
Fræðsluerindi fóru fram fyrir starfsfólk leik- og grunnskólans í desember sl. ásamt því sem nefndarmönnum sveitarfélagsins var boðið að sækja fræðsluna. Stofnaður hefur verið vinnuhópur á vegum sveitarfélagsins og búið er að skipa tengiliði leik-, grunn- og framhaldsskóla.

10.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni

2208056

Undirritaður samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni ásamt fylgiskjölum.
Búið er að undirrita nýjan samning umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni. Samningur og fylgiskjöl lögð fram til kynningar.

11.Breytt skipulag barnaverndar.

2112003

Samþykki fyrir undanþágu frá lágmarksíbúafjölda barnaverndarþjónustu Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar.
Lagt fram til kynningar og er samþykktin til 1. janúar 2024.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Efni síðunnar