Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

40. fundur 30. nóvember 2022 kl. 16:30 - 19:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir formaður
  • Helgi Pétur Ottesen varaformaður
  • Inga María Sigurðardóttir ritari
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
Starfsmenn
  • Elín Thelma Róbertsdóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Elín Thelma Róbertsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
Formaður óskar eftir með vísan til c. liðar 16.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá.
Trúnaðarmál 2010017- Máls nr. 2205045 og 2209012.
Málið verður nr. 5 á dagskrá verður það samþykkt.
Samþykkt 5:0

1.Reglur um íþrótta - og tómstundastyrki Hvalfjarðarsveitar

2201059

Drög að reglum um íþrótta- og tómstundastyrki frá 39. fjölskyldu- og frístundafundi.
Nefndin leggur fram breytingar á 7. og 8. gr. á reglum um íþrótta- og tómstundastyrki Hvalfjarðarsveitar. Nefndin samþykkir breytingar á reglum og vísar erindinu til samþykktar hjá sveitarstjórn.

2.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2210010, 2210012, 2103141 og 2103140
Fært í trúnaðarbók.

3.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2103006
Fært í trúnaðarbók

4.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 1908027
Fært í trúnaðarbók

5.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2205045 og 2209012
Fært í trúnaðarbók

6.Samstarf við Hvalfjarðarsveit.

2211025

Beiðni um samstarf við Hvalfjarðarsveit og aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu, um ADHD og fyrir fólk með ADHD.
Á fundi sveitarstjórnar þann 24.11.2022 var eftirfarandi bókað: "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu inn til Fjölskyldu- og frístundanefndar." Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir að veita ADHD samtökunum styrk að upphæð kr. 100.000.- Nefndin felur félagsmálastjóra að afla upplýsinga um þjónustu og fræðslu til íbúa frá ADHD samtökunum.

7.Félagsmiðstöð 301, starfsárið 2022-2023

2210011

Fara yfir skipulagið.
Börn á miðstigi Heiðarskóla hafa sótt mjög vel í félagsmiðstöð 301 og viljum við gera enn betur og bjóða upp á að hafa opið hús fyrir þau fjórum sinnum í mánuði eða jafn oft og hjá unglingastiginu. Nefndin telur mikilvægt að efla og styðja ennþá betur við félagsstarfið á miðstiginu.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að opið hús hjá félagsmiðstöðinni 301 verði framvegis fjórum sinnum í mánuði hjá miðstiginu frá 1. janúar 2023. Búið er að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2023.

8.Afrekssjóður Hvalfjarðarsveitar nóv 2022

2210089

Umsókn-Afrekssjóður Hvalfjarðarsveitar
Ein umsókn barst í afrekssjóð Hvalfjarðarsveitar. Umsóknin uppfyllir skilyrði sjóðsins.
Nefndin ákveður að veita umsækjanda afreksstyrk að upphæð kr. 120.000.- og óskar viðkomandi velfarnaðar í framtíðinni.

9.Innleiðing laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

2208023

Innleiðing laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Ákveðið hefur verið að ráða Sólveigu Sigurðardóttur félagsráðgjafa í verktöku til aðstoðar við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í Hvalfjarðarsveit.
Sólveig mun standa fyrir fræðsluerindum fyrir starfsfólk grunnskólans þann 7. desember kl. 13:40 og fyrir starfsfólk leikskólans 8. desember kl. 16:30. Starfsmenn nefnda í Hvalfjarðarsveit er boðið velkomið að sækja einnig þessi fræðsluerindi.
Að loknum fræðsluerindum er stefnt að því að stofna vinnuhóp sem mun vinna að því í sameiningu að hefja innleiðingarferlið í Hvalfjarðarsveit.

10.Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

2002048

Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Þann 15.11.2021 bókaði sveitarstjórn eftirfarandi: ,,Sveitarstjórn samþykkir að skoðað verði með þátttöku í verkefninu haustið 2022."
Fjölskyldu- og frístundanefnd leggur til að öllum nefndar- og embættismönnum í sveitarfélaginu verði boðið að sækja kynningu í janúar 2023 á vegum Unicef um barnvænt samfélag og í framhaldinu af því ákveðið hvort Hvalfjarðarsveit taki þátt í innleiðingu verkefnisins samhliða innleiðingu farsældarlaganna. Nefndin felur félagsmálastjóra að vinna málið áfram.

11.Stuðningur við þróun náms- og starfsferils íbúa í Hvalfjarðarsveit.

2104045

Náms- og starfsráðsgjöf fyrir 16-18 ára ungmenni og til eldra fólks, einkum við starfslok.
Fjölskyldu- og frístundanefnd þakkar Katrínu Rós Sigvaldadóttur fyrir áhugann á því að auka við náms- og starfsráðgjöf til íbúa Hvalfjarðarsveitar. Félagsmálastjóra og frístunda- og menningarfulltrúa er falið að vera í frekari samskiptum við Katrínu varðandi þjónustu til 16-18 ára ungmenna sem eru hvorki í skóla né vinnu sem og íbúa 67 ára og eldri.

12.Aðgengismál fatlaðs fólks.

2110016

Aðgengismál fyrir fatlað fólk á Hlöðum.
Lagt fram til kynningar greinargerð ásamt verklýsingu. Fjölskyldu- og frístundanefnd felur félagsmálastjóra að vinna málið áfram.

13.Fundargerðir nemendafélags Heiðarskóla

2211044

Farið yfir mál nr. 9 í fundargerð Nemendafélags Heiðarskóla.
Fjölskyldu- og frístundanefnd fór yfir beiðni sem kom fram á fundi 24. október 2022 frá Nemendafélagi Heiðarskóla, er varðar mál nr. 9 varðandi verkefni Vinnuskólans. Fjölskyldu- og frístundanefnd þakkar nemendaráði fyrir að koma beiðni sinni áfram til nefndarinnar en getur ekki orðið við beiðninni. Lagt er til að skoðað verði á næsta vinnuskólatímabili, auk hefðbundna verkefna sem tilheyra vinnuskólanum, að bjóða ungmennum að vinna að hluta til í vor- og haustfrístund ásamt því að starfa í leikskólanum til að auka fjölbreytni í starfi.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Efni síðunnar