Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

39. fundur 03. nóvember 2022 kl. 16:30 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir formaður
  • Helgi Pétur Ottesen varaformaður
  • Inga María Sigurðardóttir ritari
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
  • Sæmundur Rúnar Þorgeirsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Elín Thelma Róbertsdóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Elín Thelma Róbertsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
Ásdís Björg Björgvinsdóttir boðaði forföll.

Formaður óskar eftir með vísan til c. liðar 16.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá.
Mál nr. 2211003 - Beiðni um flutning fjárheimilda milli deilda innan málaflokks 02-Félagsþjónustu
Málið verður nr. 7 á dagskrá verður það samþykkt.

Samþykkt einróma.

1.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2205045
Fært í trúnaðarbók.

2.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2009019
Fært í trúnaðarbók.

3.Trúnaðarmál

2010017

Málsnr. 2012026, 2003030, 2012024
Fært í trúnaðarbók.

4.Frístundastefna.

2204059

Farið yfir erindisbréf Frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar og nefndin tilnefnir einn fulltrúa í stýrihóp sem vinnur að gerð Frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar.
Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir drög að erindisbréfi stýrihóps um gerð Frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar. Nefndin samþykkir að tilnefna Marie Greve Rasmussen sem fulltrúa nefndarinnar.

5.Reglur um íþrótta - og tómstundastyrki Hvalfjarðarsveitar

2201059

Drög að reglum um íþrótta- og tómstundastyrki.
Lagt fram breytingar á reglum um íþrótta- og tómstundastyrki Hvalfjarðarsveitar sem felur í sér breytingu á 4. gr. reglna um sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk til barna og unglinga á tekjulágum heimilum ásamt því sem 7. gr. bætist við. Nefndin samþykkir breytingar á reglum og vísar erindinu til samþykktar hjá sveitarstjórn.

6.Breytt skipulag barnaverndar

2112003

Umdæmi barnaverndarþjónustu.
Lagt fram til kynningar minnisblað um sameiginlega barnarverndarþjónustu Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar. Óskað er eftir að sótt verði um samþykki til mennta- og barnamálaráðuneytis fyrir samvinnu sveitarfélaganna Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar um barnaverndarþjónustu og undanþágu frá 6000 manna lágmarksíbúafjölda. Íbúafjöldi þessara tveggja sveitarfélaga var 4616 manns þann 1. febrúar 2022.
Nefndin vísar minnisblaði til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Beiðni um flutning fjárheimilda milli deilda innan málaflokks 02-Félagsþjónustu

2211003

Beiðni um flutning fjárheimilda milli deilda innan málaflokks 02-Félagsþjónustu.
Samþykkt beiðni um flutning fjárheimilda milli deilda innan málaflokksins. Minnisblaði vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.

8.Jafnréttisstefna Hvalfjarðarsveitar

2011001

Árleg talning á kynjahlutfalli í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Hvalfjarðarsveitar.
Samkvæmt Jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar hefur nefndin m.a. það hlutverk að kanna árlega kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Hvalfjarðarsveitar. Við skipan í stjórnir, ráð og nefndir á vegum sveitarfélagsins skal hlutfall kynjanna vera sem jafnast og ekki undir 40% kynjahalli.

Kynjahlutföll nefndarmanna í stjórnum, ráðum og nefndum, bæði aðal- og varamanna, eru 53 karlar og 50 konur.

Kynjahlutfallið er því þannig að karlar eru 51% og konur eru 49% í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar. Nefndin gerir ekki athugasemdir til sveitarstjórnar við stöðu mála.

9.Aðgengismál fatlaðs fólks

2110016

Aðgengismál fatlaðs fólks í Miðgarði.
Fjölskyldu- og frístundanefnd leggur til við sveitarstjórn að verkefnastjóri framkvæmda og eigna verði falið að senda inn umsókn til Jöfnunarsjóðs ásamt þeim gögnum sem hafa verið unnin varðandi aðgengi fatlaðra í Miðgarði. Nefndin tekur undir bókun Mannvirkja- og framkvæmdanefndar að verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að vinna sambærilega úttekt fyrir Hlaðir.

10.Forvarnir

1910041

Forvarnarmál í Hvalfjarðarsveit.
Forvarnarmál rædd og fyrirhugað er að hafa fræðsluerindi í nóvember mánuði frá Huldu Margréti Brynjarsdóttur og Siggu Dögg kynfræðingi. Haldinn var fundur um forvarnir þann 25. október sl. þar sem saman voru komnir ýmsir aðilar sem koma að málefnum barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Áhersla fundarins var á einelti og ofbeldi á meðal barna og ungmenna í ljósi þeirra umræðu sem hefur verið í þjóðfélaginu að undanförnu. Á fundinum kom einnig fram tillaga að því að stofna forvarnarteymi í sveitarfélaginu.

11.Framlag vegna barna með fjölþættan vanda og eða miklar þroska- og geðraskanir og eru vistuð utan heimilis á ári 2022.

2210096

Erindi frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Bréf lagt fram til kynningar.

12.Boð til samráðs við undirbúning frumvarps til laga um skólaþjónustu.

2210106

Erindi frá Mennta- og barnamálaráðuneyti.
Bréf lagt fram til kynningar.

13.Rekstur sundlaugarinnar að Hlöðum sumarið 2022

2205063

Yfirlit yfir rekstur og gestakomur fyrir sumarið 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar