Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

29. fundur 08. desember 2021 kl. 16:30 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
Formaður óskar eftir með vísan til c. liðar 16.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá.

Mál nr. 2108020 - Fjöliðjan. Málið verður nr. 2 á dagskrá verður það samþykkt.

Samþykkt einróma.

1.Afrekssjóður Hvalfjarðarsveitar 2021 -umsóknir

2111037

Umsóknir 2021.
Ein umsókn barst í afrekssjóð Hvalfjarðarsveitar frá Guðbjörgu Bjarteyju Guðmundsdóttur. Umsóknin uppfyllir skilyrði sjóðsins. Guðbjörg er hluti af afrekshópi Sundfélags Akraness, er í unglingalandsliðinu í sundi og öðlaðist nýverið þátttökurétt í æfingarbúðum erlendis. Guðbjörg hefur unnið til fjölda verðlauna í sundi undanfarin ár og nýverið hlaut hún brons verðlaun í 50 m. flugsundi og í 4*50 m. skriðsundi kvenna á íslandsmeistaramóti í 25 m. laug.

Nefndin ákvað að veita Guðbjörgu afreksstyrk að upphæð 150,000 kr. og óskar henni velfarnaðar og góðs gengis í sundinu.
Ása Líndal Hinriksdóttir frístunda- og menningarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar sat fundinn undir þessum lið.

2.Fjöliðjan

2108020

Lögð fram lokadrög að samningi á milli Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar um kaup á þjónustu Fjöliðjunnar Vinnu- og hæfingarstöðvar fyrir fatlað fólk.
Nefndin fór yfir drög að samningi Hvalfjarðarsveitar við Akraneskaupstað um kaup á þjónustu Fjöliðjunnar Vinnu- og endurhæfingarstöðvar fyrir fatlað fólk. Nefndin samþykkir samninginn og vísar samningnum til sveitarstjórnar til samþykktar.

3.Reglur um heimagreiðslur

2002003

Endurskoðun á reglum Hvalfjarðarsveitar um heimagreiðslur til foreldra.
Nefndin samþykkir uppfærðar reglur um heimagreiðslur. Breytingin felur í sér hækkun á heimagreiðslum, úr 35.000kr. í 45.000kr. ásamt öðrum minniháttar breytingum. Nefndin vísar uppfærðum reglum til samþykktar hjá sveitarstjórn.

4.Jafnréttisstefna Hvalfjarðarsveitar

2011001

Samkvæmt Jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar hefur nefndin m.a. það hlutverk að kanna árlega kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Hvalfjarðarsveitar. Við skipan í stjórnir, ráð og nefndir á vegum sveitarfélagsins skal hlutfall kynjanna vera sem jafnast og ekki undir 40% kynjahalli.

Kynjahlutföll nefndarmanna í stjórnum, ráðum og nefndum, bæði aðal- og varamanna, eru 53 karlar og 54 konur.
Samkvæmt Jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar hefur nefndin m.a. það hlutverk að kanna árlega kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Hvalfjarðarsveitar. Við skipan í stjórnir, ráð og nefndir á vegum sveitarfélagsins skal hlutfall kynjanna vera sem jafnast og ekki undir 40% kynjahalli.

Kynjahlutföll nefndarmanna í stjórnum, ráðum og nefndum, bæði aðal- og varamanna, eru 53 karlar og 54 konur.
Kynjahlutfallið er því þannig að karlar eru 49,5% og konur eru 50,5% í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar. Nefndin gerir ekki athugasemdir til sveitarstjórnar við stöðu mála.

5.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2109041
Félagsþjónustumál
Fært í trúnaðarbók.

6.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2112005
Barnaverndarmál
Fært í trúnaðarbók.

7.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2112006
Félagþjónustumál
Fært í trúnaðarbók.

8.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2103006
Barnaverndarmál
Fært í trúnaðarbók.

9.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 1908023
Barnaverndarmál
Fært í trúnaðarbók.

10.Breytt skipulag barnaverndar.

2112003

Til kynningar breytingar á skipulagi barnaverndar.
Félagsmálastjóri kynnti nefndinni fyrir nýju skipulagi á sviði barnaverndar.

11.Auglýsing um ákvörðun samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags.

2011015

Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar