Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

24. fundur 05. maí 2021 kl. 16:30 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sólveig Sigurðardóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Sólveig Sigurðardóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Beiðni um lausn frá störfum í Fjölskyldu- og frístundanefnd.

2104016

Á fundi sveitarstjórnar nr. 327 baðst Sæmundur R. Þorgeirsson lausnar frá störfum í fjölskyldu- og frístundanefnd og var Helga Jóna Björgvinsdóttir skipuð í hans stað.
Nefndin þakkar Sæmundi fyrir gott samstarf og óskar honum velfarnaðar. Jafnframt er Helga Jóna boðin velkomin í nefndina.

2.Kosning

1806025

Sæmundur R. Þorgeirsson lætur af störfum sem ritari fjölskyldu- og frístundanefndar.
Tilnefning til ritara er Helga Jóna Björgvinsdóttir.
Helga Jóna er kosin ritari með öllum greiddum atkvæðum.

3.Stuðningur við þróun náms- og starfsferils íbúa í Hvalfjarðarsveit.

2104045

Erindi frá Katrínu Rós Sigvaldadóttur.
Félagsmálastjóra og formanni falið að funda með bréfritara. Afgreiðslu málsins frestað.

4.Átaksverkefni- Sumarstörf námsmanna sumarið 2021

2105001

Átaksverkefni um að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn.
Hvalfjarðarsveit fékk í átaki sem styrkt er af Vinnumálastofnun, úthlutað ráðningarheimild fyrir tvo námsmenn í sumarstörf.

Nefndin leggur til að Hvalfjarðarsveit taki þátt í átaksverkefninu og hefji undirbúning þess með því að móta störf og auglýsa tvö sumarstörf laus til umsóknar.

5.Íþrótta- og æskulýðssjóður Hvalfjarðarsveitar- Umsóknir 2021

2104051

Umsóknir.
Alls bárust tvær umsóknir í sjóðinn. Sú fyrri var frá Foreldrafélagi leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar þar sem óskað var eftir 150,000 kr. styrk til sumarhátíðar fyrir fjölskyldur í Hvalfjarðarsveit og uppfyllti sú umsókn ekki skilyrði sjóðsins þar sem hún barst eftir auglýstan umsóknarfrest.

Seinni umsóknin var frá Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs þar sem óskað var eftir 100,000 kr. styrk til endurbóta á vinsælli gönguleið upp á Hafnarfjall í Hvalfjarðarsveit. Umsóknin uppfyllti ekki 2. gr. reglna sjóðsins og henni því hafnað.

Nefndin ákvað að framlengja umsóknarfrestinn til 28. maí 2021.

Einnig leggur nefndin það til við sveitarstjórn að styrkja verðugt verkefni Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs um 100,000 kr.

Nefndin vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar.

6.Afrekssjóður Hvalfjarðarsveitar 2021- Umsóknir

2105004

Umsóknir.
Engin umsókn barst að þessu sinni í Afrekssjóð Hvalfjarðarsveitar.

7.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2103140 og 2103141
Barnaverndarmál
Málin voru færð í trúnaðarbók.

8.Umsögn um frumvarp til laga um barnaverndarlög

2104053

Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Lagt fram.

9.Reglur um stuðnings- og stoðþjónustu í Hvalfjarðarsveit

2105002

Umræður um drög að nýjum reglum um stuðnings- og stoðþjónustu í Hvalfjarðarsveit.
Félagsmálastjóri fór yfir drög að nýjum reglum um stuðnings- og stoðþjónustu í Hvalfjarðarsveit. Nýju reglunum er ætlað að taka við af og fella úr gildi reglur Hvalfjarðarsveitar um félagslega liðveislu dags. 9. júní 2015, reglur um félagslega heimaþjónustu í Hvalfjarðarsveit dags. 8. september 2020 og reglur um akstursþjónustu dags. 11. febrúar 2020.

Umræður voru um nýju reglurnar og lagt til að lokaútgáfa þeirra væri klár á næsta fundi nefndarinnar.

10.Vinnuskólinn 2021

2103088

Vinnuskólinn sumarið 2021.
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir fyrirhugaða starfsemi vinnuskólans í sumar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar