Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

23. fundur 07. apríl 2021 kl. 16:30 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Sæmundur Rúnar Þorgeirsson ritari
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
  • Sólveig Sigurðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Sólveig Sigurðardóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Aukin frístundastarfsemi fyrir börn sumarið 2021 vegna Covid-19.

2103110

Erindi frá Félagsmálaráðuneytinu.

Sveitarfélögum gefst kostur á að sækja um fjárframlag (4,090 kr. á einstakling) vegna sérstakra viðbótarverkefna í frístundastarfi barna 12-16 ára sumarið 2021. Áhersla skal lögð á að leitað verði leiða til að ná til hóps barna sem síst sækja reglubundið frístundastarf.
Frístunda- og menningarfulltrúa ásamt félagsmálastjóra var falið að leggja inn umsókn og skipuleggja starfið í samráði við nefndina.

2.Aukið félagsstarf fullorðna 2021 vegna Covid-19.

2103109

Erindi frá Félagsmálaráðuneytinu.

Sveitarfélögum gefst kostur á að sækja um fjárframlag (1,700 kr. á einstakling) vegna viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna, 67 ára og eldri, árið 2021. Um er að ræða aukningu á almennu félagsstarfi fullorðinna, umfram hefðbundið starf, með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun vegna COVID-19.
Frístunda- og menningarfulltrúa ásamt félagsmálastjóra var falið að leggja inn umsókn og skipuleggja starfið í samráði við nefndina.

3.Hefjum störf - Átak í ráðningarstyrkjum

2103132

Átaksverkefni stjórnvalda.

Hefjum störf - fyrir sveitarfélög og opinberar stofnanir, felur í sér fjárhagslegan stuðning til sveitarfélaga til skapa úrræði fyrir atvinnuleitendur og greiða þannig ráðningastyrk í allt að sex mánuði fyrir þá sem hafa eða eru við það að fullnýta bótarétt sinn.
Nefndin felur félagsmálastjóra að kanna stöðuna í Hvalfjarðarsveit.

4.Íþróttamaður Borgarfjarðar.

2103118

Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB) óskar eftir fulltrúa frá Hvalfjarðarsveit í valnefnd á íþróttamanni Borgarfjarðar.
Nefndin tilnefnir Helgu Harðardóttur sem fulltrúa Hvalfjarðarsveitar.

5.Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala-beiðni um inngöngu.

2010057

Samningur um aðild Hvalfjarðarsveitar að Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala er með gildistíma frá 1. desember 2020 til 1. maí 2021.
Lagt er til að framlengja gildistíma samningsins með viðauka.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að aðildarsamningur Hvalfjarðarsveitar við Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala verði endurnýjaður til frambúðar.

6.Ungmennaráð

1805029

Tilnefning í Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar.
Sigríður Elín Sigurðardóttir gefur ekki lengur kost á sér í Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar.
Nefndin tilnefnir Fríðu Sif Atladóttur í Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar.

7.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2006043
Barnaverndarmál
Fært í trúnaðarbók.

8.Leikjanámskeið

2104001

Leikjanámskeið í Hvalfjarðarsveit sumarið 2021.
Umræður um mögulegt leikjanámskeið í Hvalfjarðarsveit sumarið 2021. Frístunda- og menningarfulltrúa falið að skipuleggja starfið nánar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar