Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

29. fundur 14. október 2013 kl. 15:00 - 17:00

Sævar Ari Finnbogason formaður, Björgvin Helgason aðalmaður, Arnheiður
Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður og Ólafur Ingi Jóhannesson
aðalmaður.


Daníel Ottesen  , ritaði fundargerð.


Einnig sat fundinn Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir skipulagsfulltrúi. AH yfirgaf fundinn
15:30 varamaður hennar gat ekki mætt.


Nefndarmál


1    Umhverfisverðlaun Hvalfjarðarsveitar 2013   -   Mál nr. 1309013


Umhverfisverðlaun Hvalfjarðarsveitar 2013 var til umfjöllunar á síðasta fundi USN
nefndar. Málinu var frestað.


Nefndin hefur ákveðið að fella niður umhverfisverðlaun fyrir árið 2013.


2    Gjaldskráhækkun - Skipulags- og byggingarfulltrúi   -   Mál nr. 1309012


Málinu var frestað á síðasta fundi. Minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa um
gjaldskrárhækkun lagt fram.


Skipulagsfulltrúi og bygginarfulltrúi fóru yfir breytingar á gjaldskrá. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingar og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.

3    Samkeppni um náttúurfyrirbæri   -   Mál nr. 1310019


Í ljósi þess að dagur íslenskrar náttúru er nýafstaðinn leggja Arnheiður Hjörleifsdóttir og Ása Hólmarsdóttir það til að hleypt verði af stokkunum hugmyndasamkeppni meðal íbúa sveitarfélagsins um náttúrufyrirbæri sem gæti verið einkennandi fyrir sveitarfélagið. Þetta gæti verið t.d. fjall, fugl eða blóm.

Nefndin tekur jákvætt í erindið


Skipulagsmál


4 Tillaga L og H lista: Breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.   -Mál nr. 1308017


Lagt var til á 154. fundi sveitarstjórnar þann 27. ágúst 2013 að USN nefnd fjallaði um tillögu að breytingu Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.


BH. leggur til að erindinu verði frestað og unnið verði í tillögunni og fleiri þættir
aðalskipulagsins verði teknir til skoðunar.
Samþykkt BH.DO.ÓJ.
SAF situr hjá.
SAF leggur til að erindið verði afgreitt úr nefndinni.
SAF bendir á að nefndarmenn hafi haft rúman tíma til að kynna sér þessa tillögu sem og gildandi aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar.


5    Metanorkuver í Melasveit.   -   Mál nr. 1210071


Erindi barst frá Envirionice fyrir hönd Metanorku ehf. að ráðist verði í formlegt
skipulagsferli vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar, þ.e. annars vegar breytingu á
aðalskipulagi vegna breyttrar landnotkunar skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hins vegar gerð deiliskipulags skv. 37. gr. sömu laga.


USN nefnd telur framlögð gögn vera ófullnægjandi til að hægt sé að taka afstöðu til þeirra. Formlegt skipulagsferli getur ekki hafist fyrr en lögð eru fram fullnægjandi gögn skv. skipulagslögum nr. 123/2010.


6    Deiliskipulag Fornistekkur.   -   Mál nr. 1210049


Leitað hefur verið eftir umsögn landeiganda og sumarhúsafélagsins varðandi
athugasemd sem barst á auglýsingartíma deiliskipulagstillögunnar.


Nefndin leggur til að eftirfarandi breyting verði gerð á skilmálum auglýstrara tillögu deiliskipulags Fornastekks í landi Bjarteyjarsands. Breytingin felur í sér að heimilt verði að byggja 10m2 gróðurhús. Ekki er heimilt að nota gler sem byggingarefni í gróðurhús.
Samþykkt samhljóða.


7    Umgangur búfjár í landi Hafnarsels.   -   Mál nr. 1204041


Fyrirliggur tilboð vegna göngubrúar yfir Hafnará. Hugmynd að staðsetningu brúar
samræmist gildandi aðalskipulagi.


USN nefnd leggur til að framkvæmdin verð styrkt þegar fyrir liggur samþykki
landeiganda fyrir staðsetningu brúar og aðgengi að henni.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:30 .

Efni síðunnar