Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

20. fundur 19. mars 2013 kl. 11:00 - 13:00

Sævar Ari Finnbogason formaður, Björgvin Helgason aðalmaður, Arnheiður
Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður og Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður.


Daníel Ottesen, ritaði fundargerð.


Einnig sat fundinn Hjörtur Hans Kolsöe Skipulags- og byggingarfulltrúi

 

1.   1208022 - Umhverfisverðlaun Hvalfjarðarsveitar 2012.


USN nefnd felur sveitarstjóra og formanni að afhenda umhverfisverðlaun
fyrir árið 2012. Nefndin lagði lokahönd á bréf til þeirra sem fengu
tilnefningu til umhverfisverðlauna 2012.


2.   1302064 - Óskað eftir umsögn um reglugerð í samræmi við b.-lið 2. mgr. 6.gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd.


Nefndin gerir engar athugasemdir enda frestur útrunninn.

3.   1303001 - Frestur fjármála- og efnahagsráðherra til að lýsa
hugsanlegum þjóðlendukröfum í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu að
undanskildum fyrrum Kolbeinstaðahreppi ásamt Langjökli.

Lagt fram.


4.   1303031 - Breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, kynning á tillögu á vinnslustigi.


Nefndin gerir engar athugasemdir varðandi breytingar á svæðisskipulagi
höfuðborgarsvæðisins 2001-2024.


5.   1303021 - Félag Landeigenda í Glammastaðalandi. Athugasemdir, krafa.


Nefndin felur skipulags-og byggingarfulltrúa og lögfræðingi
sveitarfélagsins að vinna að málinu.


6.   1303032 - Mál til umsagnar 634. Atvinnuveganefnd


Nefndin gerir engar athugasemdir við frumvarp um vatnalög.


7.   1302028 - Uppbygging reiðvega í Hvalfjarðarsveit. Reiðvegur við Kúludalsá.


Lagt fram. Skipulagsfulltrúi upplýsti nefndarmenn um stöðu málsins.


8.   1303008 - Hver er stefna sveitarstjórnar um lagningu göngu- og
hjólastíga fyrir íbúa Hvalfjarðarsveitar ?


Nefndin mælist til þess að stefnumörkun varðandi göngu- og hjólastíga
verði rædd á íbúaþingi sem fyrirhugað er 13. april nk.


9.   1303014 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.


Lagt fram.


10.   1303033 - Samráðsfundur Skiplagsstofnunnar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaga 2013.


Nefndin áætlar að senda fulltrúa sem hafa tök á að mæta á fundinn auk
Skipulags-og byggingarfulltrúa.(SAF tekur ekki afstöðu til bókuninnar.)


11.   1208020 - Fegrun Melahverfis


Skipulags-og byggingarfulltrúi ræddi þær hugmyndir sem í gangi eru.

12.   1204015 - Deiliskipulagsbreyting Eystri Leirárgarðar. Bugavirkjun með Umhverfisskýrslu.


Lagt fram.


13.   1211002 - Kærð samþykkt sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar um framkvæmdaleyfi fyrir Bugavirkjun.


Lagt fram.


14.   1303034 - Bugavirkjun. Kærð ákvörðun Orkustofnunar vegna leyfis fyrir vatnsmiðlun


Lagt fram.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13:30 .

Efni síðunnar