Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

19. fundur 19. febrúar 2013 kl. 11:00 - 13:00

Sævar Ari Finnbogason formaður, Björgvin Helgason aðalmaður, Arnheiður
Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður og Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður.

Daníel Ottesen, ritaði fundargerð.


Einnig sat fundinn Hjörtur Hans Kolsöe skipulags og byggingarfulltrúi.

 

1.   1211030 - Hrafnabjörg 1. Stofnun lóðar í fasteignaskrá.


Frestað mál frá 18. fundi nánari upplýsingar liggja fyrir ásamt leiðréttum
uppdrætti. Nefndin samþykkir erindið að því gefnu að fyrir liggi yfirlýsing
um að neysluvatn sé tryggt.


2.   1212031 - Ölver. Stofnun lóðar í fasteignaskrá


Frestað mál frá 18. fundi, nánari upplýsingar liggja fyrir um stofnun
lóðarinnar. Nefndin samþykkir erindið.


3.   1302036 - Glammastaðir ehf kt: 480113-0470


Nefndinni barst erindi vegna málsins frá Veritas lögmenn fh.stjórnar
landeigenda í Glammastaðalandi 18. feb sl. nefndin frestar erindinu til að
afla frekari gagna.


4.   1302045 - Samgöngumál.


Á vef vegagerðarinnar eru auglýst fyrirhuguð útboð á árinu 2013. Þar eru
tilgreind tvö verkefni sem stendur til að bjóða út á árinu í Hvalfjarðarsveit.
Annars vegar er Svínadalsvegur (502), Leirársveitarvegur Kambshóll og
hins vegar Melasveitarvegur (505), Hringvegur- Bakki.
USN-nefnd fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum á þessum tengivegum í
sveitarfélaginu, enda er hér um að ræða umferðarþunga tengivegi.
Samkvæmt umferðartölum 2011 sem birtar eru á vef vegagerðarinnar,
kemur fram að Svínadalsvegur er með meðal sólarhringsumferð yfir
sumarmánuðina 164 bíla en Melasveitarvegur er með 177.
Nefndin andmælir þeim hugmyndum sem komið hafa fram að
Melasveitarvegur verði byggður upp í einni vegbreidd, þar sem um
sambærilega vegi er að ræða og vill beina því til veghaldara að báðir 58
þessir vegir verði byggðir upp í þeirri breidd að bílar geti mæst án
erfiðleika (6 -6,5 m).
Jafnframt vill nefndin benda á mikilvægi þess að bregðast við þeim miklu
þungaflutningum sem eiga sér stað um Melasveitarveg að svínabúi
Stjörnugríss að Melum.


5.   1302047 - Höfn. Skipting lands


Nefndin samþykkir erindið.


6.   1302039 - Umsögn. Umhverfis- og samgöngunefnd mál 174.
Millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll


Lagt fram.

7.   1302038 - Umsögn. Umhverfis- og Samgöngunefnd mál 84. Breytt skipan refaveiða.


Lagt fram.


8.   1302040 - Umsögn um frv. til náttúruverndarlaga, 429. mál,
Umhverfis- og samgöngunefnd


Umhverfis,- skipulags,- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar tekur
undir undir athugasemdir Sambands Íslenskra sveitarfélaga við
frumvarpið og áréttar að það að fela ýmsum stofnunum neitunarvald í
skipulagsmálum vegur að því lýðræðislega ferli sem skipulagsmál
sveitarfélaga er í. Hvalfjarðarsveit leggst eindregið gegn umræddri
breytingu.SAF.DO.ÓJ.BH.


9.   1302048 - Fundur með hagsmunaaðilum Hótel Glym


Nefndin hvetur til þess að sótt verði um í Framkvæmdarsjóð
Ferðamannastaða fyrir 1.mars nk.


10.   1212004F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 14


10.1.  1210031 - GTT tækni, Umsókn um byggingarleyfi


Lagt fram.


10.2.  1301009 - Hafnarskógar 46. Sumarhús,umsókn um
byggingarleyfi.


Lagt fram.


10.3.  1301008 - Stekkjarholt 4.Sumarhús, umsókn um byggingarleyfi.

Lagt fram.


11.   1302001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 15
11.1.  1212038 - Kúhalli 4. Umsókn um byggingarleyfi. Viðbygging


Lagt fram.


11.2.  1302035 - Spölur hf. Umsókn um stöðuleyfi fyrir tölvubúnaðargeymslu.

 

Lagt fram.


12.   1302007 - Hvalfjarðarsveit. Stofnun 2. lóða við Skólastíg 2 og 3.

 

Gamli skóli verður Skólastígur 3. og Verkmenntahúsið verður Skólastígur
2.


Lagt fram til kynningar.


13.   1302008 - Skipting lands úr landi Leirá lnr. 133774, tengt breytingum
á skipulagi Heiðarskóla.


Lagt fram til kynningar


14.   1301027 - Sala og kaup á landspildum í landi Leirár


Lagt fram til kynningar


15.   1212009 - Ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Skógræktarfélagsins 2012.

Lagt fram.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13:25 .

Efni síðunnar