Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

15. fundur 20. september 2012 kl. 20:00 - 22:00

Sævar Ari Finnbogason formaður, Björgvin Helgason aðalmaður, Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður og ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður.

Daníel Ottesen , ritaði fundargerð.


Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Fyrir liggur dagskrá í 9 liðum. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði forföll.

1. 1209001 - Framlenging B-gatnagerðargjalds.


Lagt fram. Frestur til að svara erindinu er útrunninn

2. 1209022 - Alþjóðlegt verkefni, OpenStreetMap.


Skipulags-og byggingarfulltrúa er falið að svara erindinu.


3. 1209024 - Drög að heilbrigðisáætlun til ársins 2020,til umsagnar.


Lagt fram.


4. 1208022 - Umhverfisverðlaun Hvalfjarðarsveitar 2012.


Nefndin fór yfir innsendar tilnefningar og komst að samkomulagi um fyrirkomulag og verðlaunaafhendingu. Formanni falið að vinna að málinu.


5. 1208020 - Fegrun Melahverfis


Nefndin áætlar að boða til fundar með íbúum Melahverfis fimmtudaginn 4.okt kl.20:00.


6. 1209025 - Reið og gönguleiðir í sumarhúsabyggðum.


Nefndin felur Skipulags-og byggingarfulltrúa að ræða við hlutaðeingandi aðila.

7. 1209021 - Undanþága vegna deiliskipulags, tengivirki fjarlægð frá

stofn og tengivegum


Nefndin leggur til við sveitarstjórn, þar sem undanþága vegna fjarlægðar frá fyrirhuguðum tengivegi liggur fyrir, að hún staðfesti aftur deiliskipulagstillöguna og auglýsi í b-deild Stjórnartíðinda samkvæmt 41 gr.123/2010.


8. 1111045 - Flæði- og kerbrotagryfja


Lagt fram.


9. 1204015 - Deiliskipulagsbreyting Eystri Leirárgarðar ehf. Bugavirkjun með Umhverfisskýrslu.


Lagt fram.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 22:10 .

Efni síðunnar