Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

12. fundur 11. júní 2012 kl. 15:00 - 17:00

Sævar Ari Finnbogason formaður, Björgvin Helgason aðalmaður, Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður og ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður.


Daníel Ottesen , ritaði fundargerð.


Einnig sat fundinn Hjörtur Hans Kolsöe skipulags- og byggingarfulltrúi.

 

1. 1202051 - Vegna lýsingar deiliskipulags á Grundartanga - vestursvæði.


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hún auglýsi deiliskipulagið samkvæmt 41 gr. skipulagslaga nr.123/2010.


2. 1203003 - Breyting á deiliskipulagi: Eystri - Leirárgarðar - Bugavirkjun.


Erindinu frestað. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hún óski eftir óháðu lögfræðiáliti vegna athugasemda og málsmeðferðar.


3. 1202041 - Stóri-Lambhagi geymsla


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið.


4. 1206021 - Skipting Lands

Samþykkt. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið.

5. 1205032 - Niðurfelling vega af vegaskrá. Vegur í Hagamelshverfi.


Lagt fram.


6. 1206020 - Efnistaka, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum


Lagt fram. Skipulags-og byggingarfulltrúa er falið að kanna hvort virk efnistökusvæði í sveitarfélaginu hafi framkvæmdarleyfi.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:40 .

Efni síðunnar