Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

7. fundur 20. febrúar 2012 kl. 15:00 - 17:00

Sævar Ari Finnbogason, Kristján Jóhannesson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Daníel Ottesen og Ása Hólmarsdóttir.


Daníel Ottesen ritari, ritaði fundargerð.


Auk þeirra sat fundinn Hjörtur Hans Kolsöe skipulags- og byggingarfulltrúi

1. 1202041 - Stóri-Lambhagi vélageymsla


Umsókn Sigurðar Sverris Jónssonar Stóra-Lambhaga Hvalfjarðarsveit kt. 090754-5729 dags 9. febrúar 2012 um heimild til að byggja vélageymslu. Óskað er eftir málsmeðferð samkvæmt 57. gr. ákvæðum til bráðabirgða skipulagslaga 123/2010.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að leitað verði eftir meðmælum Skipulagsstofnunar um að veita leyfi til byggingar samkvæmt bráðabirgðaákvæði 57. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

2. 1202022 - Brennimelur - Blanda, breyting á aðalskipulagi.

Landsnet hf óskar eftir því að skipulagsyfirvöld í Hvalfjarðarsveit taki inn á aðalskipulag línuleið nýrrar 220 kV byggðalínu að mestu samsíða núverandi Vatnshamralínu 1. að sveitarfélagsmörkum.


Eftir umræður óskar nefndin eftir fundi með Landsneti um stöðu málsins.


3. 1202023 - Brennimelslína 1. breyting á aðalskipulagi.

Landsnet hf óskar eftir því að skipulagsyfirvöld í Hvalfjarðarsveit taki inn á aðalskipulag breytingar á línuleið Brennimelslínu 1, 220/400 kV línu.

Nefndin óskar eftir fundi með fulltrúum frá Landsneti til að fara yfir stöðu málsins.

4. 1202042 - Vinnureglur Skipulags- og byggingarfulltrúa er varðar dagsektir.

630606-1950 Hvalfjarðarsveit Innrimel 3, 301 Akranes. Tillaga að vinnuferlum ef beita þarf dagsektum.


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að reglur þessar verði samþykktar og auglýstar í B-deild stjórnartíðinda.


5. 1202043 - Samgönguáætlun 2011 til 2014


Alþingi óskar eftir umsögn um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2011 til 2014.
Nefndin leggur áherslu á að við framkvæmd samgönguáætlunar, mál 392, verði lögð áhersa á að auka öryggi á hættulegum gatnamótum þjóðvegar 1 í Hvalfjarðarsveit,t.a.m. við Melahverfi, gatnamót þjóðvegar 1 og Hvalfjarðarvegar og þjóðvegar 1 og Leirársveitarvegar.


Nefndin óskar eftir umboði til þess að ræða við Vegagerðina um ástand og viðhald vega í sveitarfélaginu.

6. 1202045 - Samgönguáætlun 2011 - 2022. mál. 393.


Alþingi óskar eftir umsögn um samgönguáætlun fyrir árin 2011 til 2022.


Lagt fram.


7. 1202046 - Fjarskiptaáætlun 2011 - 2014 mál. 343.


Nefndarsvið Alþingis óskar er eftir umsögn um fjarskiptaáætlun 2011 -2014. mál 343.


Lagt fram.

8. 1202047 - Framsetning og aðgengi að upplýsingum um mengunarmælingar.

Umræður um framsetningu og aðgengi að upplýsingum um mengunarmælingar
Nefndin hyggst standa að stofnun upplýsingasvæðis á vef Hvalfjarðarsveitar þar sem haldið verði utanum á einum stað þær upplýsingar, skýrslur og önnur gögn sem varpað geta ljósi á stöðu umhverfisgæða í Hvalfjarðarsveit.


9. 1202021 - Vöktunaráætlun iðnaðarsvæðis Grundartanga 2012-2021.


Niðurstaða Umhverfisstofnunar um tillögu að vöktunaráætlun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga fyrir árin 2012-2021.


Lagt fram.

10. 1202044 - Vatnasvæðisnefnd 4.


Formaður USN nefndar greindi nefnd frá fundi vatnasvæðisnefndar 4. dags. 31.01.2012


Formaður greindi frá fundinum.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:50


Efni síðunnar