Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

56. fundur 07. desember 2010 kl. 16:30 - 18:30

Andrea Anna Guðjónsdóttir, Baldvin Björnsson, Sigurlín Gunnarsdóttir, Gauti Halldórsson og Þórdís Þórisdóttir sem ritar fundargerð. Auk þeirra situr Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi fund.

1.     Erindi sem varðar  framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun á eldsneytislögnum á milli stöðvanna í Hvalfirði, úr stálpípum í plastpípur. Ennfremur að tengja nýja gufusöfnunarlögn frá Digralæk að endurvinnslustöð Olíudreifingar.

 

Erindið samþykkt án athugasemda.

 

 

2.     Bréf frá Umhverfisráðuneytinu er varðar áhrif rusls og úrgangs á lífríki hafs og stranda. Sent 23. nóvember 2010.

 

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd hvetur sveitarstjórn til að taka þátt í verkefninu. Að meta stöðuna og tryggja úrlausn sé þess þörf.

 

3.     Afgreiðsla sveitastjórnar frá 97. fundi. Til kynningar.

 

Lagt fram.

 

4.     Erindi frá Fiskistofu varðandi breytingar á lögum nr. 61/2006 um lax og silungsveiði (lög nr. 119/2009). Til kynningar.

 

Lagt fram.

 

5.     Ársfundur Umhverfistofnunar og náttúruverndarnefnda 2010. Til kynningar.

 

Sigurlín greindi frá fundi.

 

6.     Fyrirhuguð heimsókn í Norðurál.  Til kynningar.

Lagt fram.

 

7.     Samráðsfundur með Sigurði Sigurðarsyni dýralækni og fleirum vegna vöktunaráætlunar Grundartangasvæðisins. Til kynningar.

 

Glærum af fundi dreift til nefndarmanna. Formanni falið að ítreka við öryggisfulltrúa Elkem að kalla eftir 4. samráðsfundi vegna vöktunaráætlunar þegar öll gögn er varða áætlunina hafa borist.  

 

 

Önnur mál:

Formaður leggur til að janúarfundur verði ákveðinn í samráði við Guðmund Eiríksson, forstöðumann tæknideildar Faxaflóahafna sem óskað hefur eftir að koma á fund og kynna umgengni við kerbrotsgryfjur.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.45.

Næsti fundur verður boðaður í janúar.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt.

 

Efni síðunnar