Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

53. fundur 07. september 2010 kl. 18:00 - 20:00

Andrea Anna Guðjónsdóttir, Sigurlín Gunnarsdóttir, Gauti Halldórsson, Baldvin

Björnsson og Þórdís Þórisdóttir sem ritaði fundargerð.

 

Auk þeirra Jón Þórir Frantzson, Birgir Ásgeir Kristjánsson, Sigurður Sverrir Jónsson,

Skúli Lýðsson, Laufey Jóhannsdóttir og Stefán Ármannsson.

 

1. Kynning frá fulltrúum Íslenska Gámafélagsins varðandi 3ja tunnu kerfi.

 

2. Umhverfisverðlaun Hvalfjarðarsveitar 2010.

 

3. Fyrirspurn frá stjórn Hrossaræktarsambands Vesturlands varðandi flúor í hrossabeinum.

 

4. Líparítvinnsla Sementsverksmiðjunnar á Akranesi í Hvalfirði. Erindi frá

Skipulagsstofnun 22. júlí 2010, álit stofnunarinnar á mati á umhverfisáhrifum

 

Lagt fram til kynningar:

 

1. Tilkynning frá umhverfisstofnun varðandi reyklosun.

 

2. Umhverfisvöktun á Grundartanga.

 

Önnur mál ef einhver eru.

 

 

Formaður setur fund og býður fundarmenn velkomna.

 

1. Kynning frá fulltrúum Íslenska Gámafélagsins varðandi 3ja tunnu kerfi.

 

Nefndin hvetur sveitarstjórn til að ganga til samninga við Íslenska Gámafélagið um 3ja tunnu kerfi fyrir Hvalfjarðarsveit á grundvelli þessa tilboðs á frekari flokkun. Sú ákvörðun myndi samræmast markmiðum Staðardagskrá 21 fyrir Hvalfjarðarsveit. Einnig hvetur nefndin, ef af frekari flokkun verður, sveitarstjórn til að afhenda hverju heimili ílát fyrir flokkun lífræns úrgangs innandyra og maíspoka til að flokka í.

 

2. Umhverfisverðlaun Hvalfjarðarsveitar 2010.

 

Nefndin óskar þeim sem fengu tilnefningar og vinningshöfum til hamingju með árangurinn. Nefndin þakkar dómnefnd kærlega fyrir vel unnin störf og íbúum Hvalfjarðarsveitar fyrir þátttökuna.

 

3. Fyrirspurn frá stjórn Hrossaræktarsambands Vesturlands varðandi flúor í hrossabeinum.

 

Nefndin beinir því til sveitarstjóra að senda Hrossaræktarsambandi Vesturlands upplýsingar um þær mælingar á flúor í hrossabeinum sem til eru.

 

4. Líparítvinnsla Sementsverksmiðjunnar á Akranesi í Hvalfirði.

Erindi frá Skipulagsstofnun 22. júlí 2010, álit stofnunarinnar á mati á umhverfisáhrifum.

 

Nefndin tekur undir áhyggjur Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð stækkun

námu 3 komi til með að hafa nokkur neikvæð sjónræn áhrif sbr. bókun

nefndarinnar varðandi námu 3 á 37. fundi hennar þann 2. mars 2009

 

5. Tilkynning frá umhverfisstofnun varðandi reyklosun.

 

Lagt fram til kynningar.

 

6. Umhverfisvöktun á Grundartanga.

 

Nefndin telur það rétt að fá utanaðkomandi rýni þegar drög að umhverfisvöktun á Grundartanga liggja fyrir.

 

Önnur mál:

Engin önnur mál.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:00

Næsti fundur áætlaður 5. október 2010 eða fyrr.

 

Fundargerðin lesin upp og samþykkt.

Efni síðunnar