Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

52. fundur 12. júlí 2009 kl. 16:30 - 18:30

Andrea Anna Guðjónsdóttir, Sigurlín Gunnarsdóttir, Gauti Halldórsson, Jón Valgeir Viggósson, varamaður, og Þórdís Þórisdóttir. Auk þeirra sátu fundin Sverrir Jónsson oddviti, og Sæmundur Víglundsson f.h. Skipulags- og byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð.

 

Sverrir Jónsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

1 Kosningar:

 

Formaður. Tilnefningar um Baldvin Björnsson og Andreu Önnu Guðjónsdóttur. Fram fór skrifleg kosning. Andrea hlaut 4.atkvæði,

Baldvin hlaut. 1. atkvæði,  Andrea Anna Guðjónsdóttir er því réttkjörinn formaður.

 

Að lokinn kosningu tók Andrea við stjórn fundarins.

 

Varaformaður. Andrea lagði til að Baldvin yrði kjörinn vararmaður, ekki komu fram aðrar tilnefningar og er Baldvin því réttkjörinn vara-formaður

Ritari. Andrea lagði til að Þórdís yrði kjörinn ritari, ekki komu fram aðrar tilnefningar og er Þórdís því réttkjörinn ritari.

 

2 Fundargerðir þriggja síðasta fundar, 12.04.2010, 19.05.2010 og 04.06.2010

 

Fundargerðir lesnar upp.

 

3 Umhverfisvöktun við Grundartanga

 

-Farið yfir tvær síðustu fundargerðir í samráðshópi auk minnispunkta Arnheiðar Hjörleifsdóttur.

 

Nefndin gerir eftirfarandi athugasemdir.

 

Nefndin tekur undir athugasemdir Arnheiðar Hjörleifsdóttir um skýrari verklagsreglur varðandi hver er ábyrgur fyrir að sýni verði tekin úr hrossum og sauðfé sem og hver greiðir fyrir sýnatökur- og rannsóknir.

Nefndin tekur undir athugasemdir Arnheiðar Hjörleifsdóttir um að vöktunaráætlun gildi til 5 ára vegna aukinnar starfsemi á stóriðjusvæðinu á Grundartanga.

 

-Tilnefning aðila í samráðshóp vegna endurskoðunar á vöktunaráætlun við Grundartanga.

Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki að Arnheiður og Andrea sitji næsta fund í samráðshópnum

-Gróðursýnatökuskýrsla frá 9. júní.

 

Lagt fram til kynningar.

 

4 Önnur mál

 

a) Umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2010.

Nefndin samþykkir að veita umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2010 með líku sniði og undanfarin ár. Andreu falið að annast útgáfu dreifibréfs og Sigurlín að ræða við fólk um setu í dómnefnd. Tinefningum skal skilað inn fyrir 28.júlí 2010. Stefnt að afhendingu verðlaunanna á sumarlokahátíð Hvalfjarðarsveitar.

 

b) Niðurstaða sorpútboðs og fundargerðir, drög að samingi við Íslenska Gámafélagið.

Niðurstaða útboðs og drög að samningi lagt fram til kynningar.

 

c) Innleiðingaráætlun Grænu tunnunnar.

Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti innleiðingaráætlun Íslenska Gámafélagsins á „Grænu tunnunni“

Nefndin leggur áherslu á nauðsyn þess að verkefnið verði vel kynnt fyrir íbúum.

 

d) Nefndin óskar Leikskólanum Skýjaborg til hamingju með Grænfánann.

 

e) Nefndin leggur til að gögn um fundi og fundargögn verði aðgengileg varamönnum nefndarinnar.

 

f) Nefndin samþykkir að fundir nefndarinnar verði reglulega fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði og hefjist kl. 16.30

 

g) Nefndin vill árétta að íbúar skilji ekki eftir rafgeyma á gámasvæðum auk þess leggur nefndin áherlsu á að þeir rafgeymar sem nú eru á gámasvæðunum verði fjarlægðir sem allra fyrst.

 

h) Nefndin óskar eftir við sveitarstjórn að fram fari athugun á ókláruðum byggingalóðum í sveitarfélaginu. Ábending hefur komið til nefndarinnar um slyshættu vegna óbyggðar lóðar, grunnur, í Melahverfi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.25

 

Næsti fundur áætlaður 3.ágúst 2010 eða fyrr.

 

Fundargerðin lesin upp og samþykkt.

 

Sæmundur Víglundsson, fundarritari

Efni síðunnar