Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

41. fundur 20. júlí 2009 kl. 17:00 - 19:00

Arnheiður Hjörleifsdóttir, Baldvin Björnsson, Petrína Helga Ottesen, Gauti Halldórsson og Andrea Anna Guðjónsdóttir sem ritaði fundargerð. Einnig sat Skúli Lýðsson Skipulags- og byggingarfulltrúi fundinn.

Arnheiður setti fundinn, bauð fólk velkomið og var síðan gengið til dagskrár.

Mál til afgreiðslu:

1. Starfsleyfi Elkem Íslandi. Nefndin fór yfir fyrirliggjandi tillögu að starfsleyfi ásamt

ítarlegu skjali frá Stefáni Gíslasyni um starfsleyfistillöguna. Nefndin tekur undir allt

sem þar kemur fram og viðbótum verður komið til sveitarstjóra. Umhverfisnefnd

leggur þunga áherslu á að starfsleyfið veiti Elkem meira aðhald en áður hefur viðgengist í mengunar- og ásýndarmálum.

2. Umhverfisviðurkenning Hvalfjarðarsveitar - tilnefningar. Nefndin fór yfir

tilnefningar að umhverfisverðlaunum fyrir árið 2009. Alls eru tilnefndir 20 aðilar í sveitarfélaginu. Formanni falið að koma tilnefningum til dómnefndar til frekari úrvinnslu.

3. Matjurtagarðar í Melahverfi. Umhverfissnefnd leggur það til við sveitastjórn að

skoðaðir séu möguleikar á að skipuleggja og undirbúa matjurtagarða til útleigu fyrir íbúa Hvalfjarðasveitar næsta vor.

Önnur mál:

4. Melar. Nokkuð hefur borið á dreifingu á mykju á Melum undanfarið og íbúar sveitarfélagsins talsvert kvartað yfir mikilli lyktarmengun. Umhverfisnefnd óskar eftir skýringum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands vegna veitingu undanþága á dreifingu svínaskíts utan dreifingartíma, sem skilgreindur er í starfsleyfi.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið 18:40

Efni síðunnar