Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

28. fundur 21. apríl 2008 kl. 18:00 - 20:00

Arnheiður Hjörleifsdóttir, Baldvin Björnsson, Gauti Halldórsson, Petrína Ottesen og

Andrea Anna Guðjónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Arnheiður setti fundinn, bauð fólkið velkomið og var síðan gengið til dagskrár.

1. Fundargerð 27. fundar umhverfis- og náttúruverndarnefndar

Hvalfjarðarsveitar upplesin og undirrituð. Engar athugasemdir gerðar.

2. Ársfundur náttúruverndarnefnda, haldinn þann 8. maí nk. á Egilsstöðum.

Erindi frá umhverfisstofnun dagsett. 1. apríl 2008. Nefndin leggur það til

við sveitarstjórn að Petrína Ottesen verði fulltrúi nefndarinnar á fundinum.

3. Niðurstöður umhverfisvöktunar Norðuráls vegna flúormengunar í sauðfé.

Baldvin er með málið í vinnslu.

4. Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit:

a. Vorhreinsun. Nefndin leggur til við sveitastjórn að vorhreinsun

verði dagana 23. maí - 16. júní.

Staðsetning gáma verði á eftirtöldum stöðum:

�� Í malarnámu Stóra-Lambhaga 1a.

�� Í Krosslandi.

�� Á Skorholtsmelum

�� Í malarnámu austan við Ferstiklu

�� Á Leirá.

b. Grenndarstöðvar. Arnheiður greindi nefndinni frá breytingum sem

hafa verið gerðar á grenndarstöðvum í sveitarfélaginu. Nefndin

leggur það til við sveitarstjórn, að frá og með 1. september 2008

c. verði eingöngu staðsettir gámar undir pressanlegt sorp á

grenndarstöðvum í sveitarfélaginu, allir aðrir gámar verði fjarlægðir

frá og með þessum tíma.

d. Ruslaílát við heimili. Formanni og skipulags- og byggingarfulltrúa

falið að ganga í málið.

5. Dagur umhverfisins 25. apríl nk. Skólarnir í sveitafélaginu munu nota

daginn til að hrinda af stað hreinsunarverkefnum. Nefndin mun vekja

athygli á verkefnunum á heimasíðu sveitarfélagsins í samráði við skólana.

6. Umhverfisviðurkenningar 2008. Nefndin sammála um að þetta árið verði

áherslan á fyrirtæki og stofnanir. Arnheiði falið að útfæra það nánar fyrir

næsta fund.

7. Erindi frá Íslenska gámafélaginu dagsett. 7. mars 2008. Lagt fram til

kynningar. Nefndin leggur til að sveitastjórn hafi erindið til hliðsjónar þegar

samningar um úrgangsmál verða endurskoðaðir.

8. Refa- og minkaeyðing í Hvalfjarðarsveit. Engar breytingar verða á

fyrirkomulagi um minka- og refaeyðingu í sveitafélaginu. Nefndinn leggur

það til við sveitarstjórn að dreifibréf verði sent með upplýsingar um

veiðimenn á vegum sveitafélagsins, eins og lög gera ráð fyrir.

Mál til kynningar:

9. Staðardagskrá 21 fyrir Hvalfjarðarsveit. Arnheiður upplýsti að búið sé að

samþykkja Staðardagskrá 21 fyrir Hvalfjarðarsveit í sveitarstsjórn.

10. Umhverfi og heilsa barna í norrænum leikskólum. Erindi frá sveitarstjórn,

dags. 03.04. Lagt fram til kynningar.

11. Erindi frá Sólveigu Dagmar Þórisdóttur, er varðar miðlun menningar í

Hvalfirði. Framsent frá oddvita 27. mars. Sl. Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:25.

Næsti fundur áætlaður þann 9. júní nk. Nánar auglýst síðar.

Andrea Anna Guðjónsdóttir, fundarritari

Efni síðunnar