Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

23. fundur 12. nóvember 2007 kl. 20:00 - 22:00

Arnheiður Hjörleifsdóttir, Gauti Halldórsson, Andrea Anna Guðjónsdóttir sem ritaði fundargerð. Boðuð forföll: Petrína Ottesen og Baldvin Björnsson. Mætt til vara: Daniela Gross og Jón Valgeir Viggósson. Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi sat einnig fundinn. 

1. Fundargerð 22. fundar umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar upplesin og undirrituð. Upplesin en undirritun frestað þar til allir aðalmenn eru mættir.

 

2. Kjör ritara og vararitara umhverfis- og náttúruverndarnefndar. Gauti gerði að tillögu sinni að Andrea Anna Guðjónsdóttir yrði aðalritari nefndarinnar en Petrína Ottesen til vara. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

3. Skúli Lýðsson, Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti embætti sitt og helsta verksvið. Hann fór einnig yfir skörun og tengsl við umhverfisnefndina. Ákveðið að Skúli muni sitja 4-6 nefndarfundi umhverfisnefndar á ári. Nefndin væntir góðs af samstarfið við Skúla.

 

4. Söfnun rúlluplasts í Hvalfjarðarsveit. Það eru tilmæli umhverfisnefndar til sveitarstjórnar að farið verði sem allra fyrst í heildarlosun rúlluplastsgáma í Hvalfjarðarsveit. Þá mælir nefndin með því að boðið verði upp á losun á eftirtöldum tímabilum í samráði við Gámaþjónustuna á árinu 2008: lok febrúar, lok maí, lok ágúst, lok nóvember. Auglýsing þess efnis verði send út ásamt skráningarblaði varðandi losun.

 

5. Fyrirspurn varðandi ónýtar rúllur í Hvalfjarðarsveit. Samþykkt að fela Arnheiði að hafa samband við Búnaðarfélag Hvalfjarðar varðandi málið.

 

6. Hundahreinsun í Hvalfjarðarsveit. Umhverfisnefndin mælist til þess við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að auglýst verði eftir hundaeftirlitsmanni sbr. hundasamþykkt Hvalfjarðarsveitar sem afgreidd var frá nefndinni fyrr á þessu ári. Hann sjái um skráningu hunda í sveitarfélaginu, og eftirlit með hundahreinsun.

 

7. Rafgeymakar austan við Ferstiklu. Nefndinni hafa borist ítrekaðar kvartanir vegna rafgeyma austan við Ferstiklu. Er því komið á framfæri við sveitarstjórn, og lögð á það þung áhersla að karið verði fjarlægt hið fyrsta.

 

8. Starfsleyfi ÍJ. Nefndin ákvað að fá faglegt álit hjá Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingi. Nefndin bendir á að það rúmast innan fjárhagsáætlunar nefndarinnar fyrir árið 2007.

 

9. Staðardagskrá 21 fyrir Hvalfjarðarsveit – Nýjustu drög lögð fram nefndarmönnum til kynningar. Ábendingum, fyrirspurnum og athugsemdum hægt að koma til formanns stýrihóps um Staðardagskrá 21 fram að næsta fundi nefndarinnar.

 

10. Starfsáætlun umhverfisnefndar 2007 ásamt fjárhagsáætlun lögð fram. Farið yfir starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið, og jafnframt lögð drög að árinu 2008. Arnheiði falið að útbúa starfs- og fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2008 með hliðsjón af þeim hugmyndum og umræðum sem fram komu á fundinum. Ákveðið að leggja það fram til frekari umræðu og samþykktar á næsta fundi.

Mál til kynningar:

11. Tillaga að matsáætlun vegna efnistöku Björgunar. Athugasemdir umhverfisnefndar. Lagt fram

12. Starfsleyfi Olíudreifingar á Litlasandi. Athugasemdir umhverfisnefndar. Lagt fram.

13. Námskeið: útikennsla fyrir unga nemendur. Arnheiður sótti námskeið á vegum náttúruskóla Reykjavíkur og greindi nefndarmönnum frá því. Andrea greindi frá því að Heiðarskóli væri búin að sækja um sem skóli á grænni grein.

14. Stofnfundur náttúru- og útiskóla. Arnheiður og Helena Bergström, kennari í Heiðarskóla, sóttu stofnfundinn. Undir þessum lið greindi Andrea frá því að Heiðarskóli væri búinn að sækja um sem skóli á grænni grein. Umhverfisnefnd fagnar því og óskar Heiðarskóla til hamingju með það.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 22.45.

Næsti fundur nefndarinnar áætlaður mánudaginn 10. desember.

Arnheiður Hjörleifsdóttir

Andrea Anna Guðjónsdóttir

Daniela Gross

Gauti Halldórsson

Jón Valgeir Viggósson 

Efni síðunnar